Húrra!!

Árni Páll gleðst og sjálfsagt eiga formenn stjórnarflokkanna eftir að koma fram í fjölmiðla í dag til að gleðjast með honum. Þeim hefur tekist að þóknast hinum háu herrum hjá AGS og eru stolt af!!

„Þeir taka sérstaklega til þess hversu vel hefur gengið með frágang fjárlaga fyrir þetta ár. Þeir tala líka um þann árangur sem hefur náðst í endurskipulagningu skulda fyrirtækja og heimila, sem búið er að leggja grunn að. Þær ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðustu mánuðum hafa verið mjög hjálplegar í því efni,“ segir Árni Páll.

Hann ætti ekki að hæla sér af neinum sigrum á þessu sviði, þessi svokallaða endurskipulagning skulda fyrirtækja og heimila er í skötulíki. Ekki er nein hjálp af henni NEMA fyrir fjármálastofnanir, en vissulega er það vel þóknanlegt AGS.

Eins og flestir vita þá eru forsendur fjárlaga löngu brostnar, voru það um það leiti er frumvarpið var lagt fyrir í upphafi haustþingsins. Stjórnvöldum tókst að koma þessu marklausa plaggi í gegn um þingið með minnsta mögulega meirihluta.

Það er ljóst að AGS horfir ekki til þess hvort okkur takist að komast út úr vandanum, einungis að fjármálastofnanir fái eins mikið og mögulegt er. Annað skiptir ekki máli. Þetta sannar að fulltrúar þess hugsa ekki fram í tímann, þar sem þær aðgerðir sem hér hafa verið gerðar undir þeirra stjórn, munu leiða til enn dýpri kreppu en ella. Nema að það sé einmitt tilgangur þeirra, að svelta þjóðina svo að þeir nái endanlegum tökum á landinu og geti ráðstafað auðlindum þess að eigin villd!!

 


mbl.is Traustsyfirlýsing frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er til lægra þrep í ?heilbrigðri skynsemi? - ? sanngirni og sannleika ? en það sem Árni Páll stendur á í dag?

Eða býr hann bara til nýtt og nýtt eftir því sem hann sekkur neðar?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.1.2011 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband