Steingrímur skilur ekki enn vandamálið!!

Steingrímur ætti að vera farinn að læra. Það er magnað að maður með jafn langa reynslu í pólitík skuli vera með slíkar yfirlýsingar. Hann HLÝTUR að átta sig á því hversu stórt bil hefur myndast milli hans og kjósenda flokks hans.

Það er eitt mál öðrum fremur sem þarf að leysa. Þetta mál klauf þingflokk VG í tvennt, strax við upphaf stjórnarsamstarfsins, annar hluti þingflokksins vill fylgja eftir stefnu flokksins þegar hinn hlutinn vill fylgja Samfylkingunni. Það mál hefur staðið stjórninni fyrir þrifum frá upphafi!!

Þetta mál verður að leysa. Steingrímur hefur tvo kosti; að segja skilið við ESB umsóknina og láta Samfylkinguna ákveða hvort henni þyki meira virði að eltast við það mál en að fara að vinna að uppbyggingu landsins. Hinn kosturinn fyrir Steingrím er að segja skilið við flokk sinn ásamt sínum tryggustu stuðningsmönnum og halda áfram á þeirri leið að gefa landið auðöflunum í ESB og sanna með því undirgefni sína við Samfylkinguna!!

Ef niðurstaða fundarins verður á svipaðan veg og undanfarna fundi hjá flokksforustu VG, hefur hann valið síðari kostinn. Samkvæmt fréttinni virðist hann ætla að koma því í gegn!!

Það eru einnig ýmis önnur mál sem bera í milli hjá þingmönnum VG. Þau eru þó minniháttar og í raun afleiðing hinna stóru ESB svika VG við sína kjósendur. Þau mál eru öll þess eðlis að auðvelt væri að leysa þau, auk þess sem flest væru ekki til staðar ef VG hefði staðið fast á þeim gildum sínum að sækja ekki um aðild að ESB.

 


mbl.is „Þetta verður góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband