Það verður að fara fram uppgjör, annað er ekki í boði!
4.1.2011 | 12:05
Vissulega er aðlögunarferlið og umsóknin í ESB stæðsta og erfiðasta deilumálið innan VG, eins og meðal þjóðarinnar allrar.
Það er þó í raun ekki neinn ágreiningur innan flokksfélaga um þetta mál, ágreinigurinn er milli flokksfélaga og forystu flokksins. Þetta er nokkuð það sama í þjóðfélaginu sjálfu, fólkið hefur engan áhuga á að sóa fé í þessa ESB för, en stjórnvöld loka augum og eyrum og þumbast áfram í þessari óheillaför.
Það er gott ef það er einhver fótur fyrir því að Steingrímur sé farinn að átta sig á sínum mistökum, en ekki verður því þó trúað fyrr en verkin tala. Það er ótrúlegt hvað sá maður misreiknaði sig herfilega við stjórnarmyndunina vorið 2009. Þá hafði hann öll spil á hendi, hafði nýlokið við að leiða sinn flokk í gegnum stór sigur í kosningum, sigur sem aldrei mun verða endurtekinn. Hann sest að samningaborði við flokk sem tapaði verulega í sömu kosningu en gengur að öllum skilyrðum þess flokks, þegar hann átti í rau að leiða viðræðurnar og setja stórt mark á niðurstöðuna. Það verður vart séð að þarna hafi verið á ferðinni sá þingmaður sem einna lengst hefur setið á þingi, nema að valdasýkin hafi tekið völdin af honum!! Vonandi er hann loks að átta sig á þeim stóru mistökum, þó vissulega sé það of seint fyrir hann persónulega, gæti hann enn bjargað flokknum sínum!
Í fréttinni segir að óbreyttir félagsmenn VG telji að Jón Bjarnason og Ögmundur Jónason muni ekki geta tjáð andstöðu sína gegn ESB á þessum fundi, vegna stöðu sinnar innan stjórnarinnar. Þetta er eins heimskulegt og frekast getur verið. Fyrir það fyrsta er þetta þingflokksfundur VG, ekki ríkisstjórnarinnar og því hljóta menn að tjá sig samkvæmt því. Í öðru lagi er verið að segja með þessu að valdið sé sterkara en viljinn, að stólarnir séu meira virði en flokkurinn. Og í þriðja lagi er þetta mál sem VERÐUR að leysa. Það er ekkert gagn af þessum fundi ef ekki verður fundin lausn sem allir geti sætt sig við.
Lausnin er í raun aðeins ein. Að draga umsóknina til baka strax. Ef Samfylkingin getur ekki sætt sig við þá niðurstöðu verður svo einfaldlega að vera. Stjórnin er óstarfhæf og verður það meðan þetta mál er í gangi. Samfylkingin getur ekki myndað starfhæfa stjórn með neinum öðrum flokki um þetta mál, þó einstakir þingmenn annara flokka aðhyllist ESB. Þeir hafa ekki baklandið í sínum flokkum til þess frekar en Steingrímur!! Þjóðin vill ekki sóa fjármunum í þetta, nú á tímum samdráttar!!
Það er vonandi að Steingrími og hans nánustu fylgismönnum verði þetta ljóst og setji samstarfsflokknum stólinn fyrir dyrnar. Það er þá Samfylkingar að ákveða framhaldið, hvort sé þýðingameira að halda áfram ESB ruglinu eða að fara að vinna af alvöru að uppbyggingu landsins!!
Samfylkingin mun sannarlega verða dæmd eftir þeirri ákvörðun!!
Mikill átakafundur hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.