Sjálftökufyrirtæki

Það er gott að reka sjálftökufyrirtæki. Fyrirtæki sem getur með einu pennastriki hækkað sína gjalskrá að vild og enginn segir eða gerir neitt. Neytendur hafa engan kost á að bregðast við og neyðast til að taka á sig hækunina, eins og þræll við svipuhöggum!!

Ástæðan er sögð hækkun á aðföngum og gengisþróun síðustu ára. Ekki getur launþeginn hækkað sín laun einhliða þó hann hafi nákvæmlega sömu rök, reyndar enn ríkari!

Nú eru þau fyrirtæki sem að flutningi rafmagns standa og ekki hækkðu sína gjaldskrá í haust, að fylgja eftir. Það verður þó að hrósa þeim fyrir að vera ekki eins blind í sjálftökunni og Gnarrarnir í Reykjavíkurhrepp, þegar þeir hækkuðu sína gjaldskrá um 40% og lögðu þannig auknar álögur langt út fyrir borgarmörkin!! Öll önnur fyrirtæki halda sig þó innan 10% markanna.

Það breytir þó ekki því að þetta er sjálftaka sem ekki á að þekkjast. Þessi fyrirtæki ættu að geta lagað til í sínum ranni eins og launafókið verður að gera. Þar er hvorki spurt um getu eða vilja, launafólki er skipað að taka á sig þær auknu byrgðar sem hrunið framkallaði. Nú bætast orkufyrirtækin í hóp með stjórnvöldum við að mergsjúga launafólk!!

Það samfélag sem við lifum í hér á Íslandi er orðið svívirða. Við höfum komið okkur upp þrælasamfélagi í boði hreinnar vinstristjórnar! Þrælasamfélagi þar sem launafólkið eru þrælarnir og stjórnvöld þrælahaldarar, fjármagnsöflin og ríkisstuddu fyrirtækin eru svo svipuhaldarar stjórnvalda!!

 


mbl.is Gjaldskrá vegna raforkudreifingar hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband