Stenst varla lög !!
3.1.2011 | 03:15
Oft hafa tryggingafélögin verið ósanngjörn við sína viðskiptavini, en þetta slær allt út. Ósvífnin er algjör!!
Hvar er stéttarfélag mannsins? Það hlýtur að leita réttar fyrir hann hjá dómstólum. annað væri hneikslun. Bíðum aðeins, það er líklegt að maðurinn sé í Eflingu, þá er vart mikillir aðstoðar að vænta!!
Það er ótrúlegt hvernig tryggingafélög á Íslandi fá að haga sér. Þau segjast tryggja fólk fyrir tjóni en þegar á reynir þarf í langflestum tilfellum að standa í samningaviðræðum við þessi félög um verðmæti þess sem bæta á. Oftar en ekki er fyrsta boð þeirra innan við helmingur af því tjóni sem viðskiptavinurinn verður fyrir, svo ræðst það af seiglu hanns hversu nálægt fullum bótum hann kemst!!
Það er þó mikill eðlismunur á þessu máli sem fréttin fjallar um. Þar er ekki verið að karpa um bótaupphæðina, heldur ákveður tryggingafélagið að halda eftir hluta hennar vegna skuldar þriðja aðila!! Þykist hafa fullt leifi til þess!!
Ég efast ekki um að tryggingafélagið hafi sett slíkt ákvæði í skilmálana, annars væri það ekki að þessu. Það er hins vegar ákaflega ótrúlegt að það hafi haft lagaheimild til þess. Þarna fara tryggingarbætur ekki frá tryggingarsala til tryggingarkaupa, heldur þriðja aðila. Ef fyrirtæki sem kaupir lögbundna tryggingu fyrir sína starfsmenn skuldar mikið, þá eru starfsmenn ekki tryggðir samkvæmt þessu. Þetta stenst enganveginn vinnulöggjöf né önnur lög sem fyrirtæki þurfa að fara eftir!! Stéttarfélögin stinga hausnum í sandinn!!
Hvernig ætla tryggingafélög að fara með mál ef tveir menn slasat hjá sama fyrirtæki og það fyrirtæki er í vanskilum. Er þá sá starfsmaðurinn sem fyrr fær afgreiðslu sinna mála látinn borga skuld fyrirtækisins en sá sem afgreiddur er seinna fær fullar bætur? Var blessaður maðurinn sem fyrir slysinu varð kannski heppinn að skuld BM Vallár var einungis 1.400.000 kr. Hefði hann engar bætur fengið ef skuldin hefði verið meiri en sem nam bótunum?!
Það væri einfallt að benda fólki á að hætta að versla við Sjóvá, en það breytir engu. Öll tryggingafélög landsins eru undir sama hatti hvað þetta varðar. Markmið þeirra allra er einungis eitt; að ná sem mestu út úr fólki í formi iðgjalda og greiða sem minnst í bætur vegna tjóna. Þessi fyrirtæki eru á sama bekk og fjármagnsstofnanir.
Þetta eru glæpafyrirtæki!!
Fær ekki bætur að fullu vegna vanskila atvinnurekanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð grein hjá þér og alveg hárrétt. Ekki gleyma öðru fáránlegu með launþega. Ríkinu er heimilt að rukka launþega um staðgreiðslu þrátt fyrir að staðgreiðsla hafi verið dreginn af launum af atvinnurekanda. Þarna tryggir ríkið sig með belti og axlaböndum og heldur því fram að það sé á abyrgð launþega að fylgjast með því að atvinuurekandi standi skil á þeim. Hvernig í ósköpönum á almenningur í þess Óþollandi að standa í ssvona rugli...?????
Kv.Sigurður
Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.