Loksins !!

Loksins stígur einhver á stokk og andmælir skrifum Þorsteins Pálsonar í Baugsmiðlinum.

Kristján Dagur Gissurarson ritar ágætis grein í Baugsblaðinu í morgun undir fyrirsögninni "Margur heldur mig sig" - skrif Þorsteins Pálsonar.

Þar gagnrýnir Kristján skrif Þorsteins um deilur innan VG og hvernig hann tvinnar Framsóknarflokkinn inn í þær.

Þorsteinn Pálson ritar reglulega greinar í Baugsblaðið, þar setur hann sig ofar öðrum með því að telja sig vera staddan upp á Kögunarhól.

Af þessum Kögunarhól þykist hann sjá að Íslandi sé best borgið innan ESB, eini gjaldmiðillinn sem tækur sé, er evran, ríkisstjórnin stendur sig vel, þó sérstaklega utanríkisráðherra og icesave samningarnir hafa allir verið frábærir. Þess ber að geta að Þorsteinn þyggur laun úr ríkisjóði, sem vinur hans Össur færir honum, fyrir að vinna að inngöngu okkar í ESB.

Það er ekki einungis jákvæð sýn sem Þorsteinn fær þegar hann klöngrast upp á sinn ímyndaða hól. Margt neikvætt sér hann einnig. Þar ber hæst þeir Íslendingar sem af fávisku eru á móti þeim djásnum sem ESB býður okkur. Einnig sýnist Þorsteini sem að í Framsóknarflokknum búi eitthvað illt. Hann vill alls ekki að fólkinu í landinu verði rétt hjálparhönd í formi leiðréttingu lána og finnst það hin mesta fyrra og frekja. Þá hefur Þorsteinn verið duglegur við að rægja þá þingmenn VG sem vilja standa nær flokk sínum en formaður þess sama flokks. Nú ræðst hann enn að því fólki, vegna þess að það sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög.

Þessi einhliða og oft á tíðum rætnu skrif hefur Þorsteinn fengið að rita í friði í Baugsblaðið, enda fyrrum ritstjóri þess. Fáir hafa verið til að mótmæla honum, helst þó á bloggsíðum. Því er hægt að fagna því þegar einhver tekur sig til og mótmælir honum á hans heimavelli.

Þorsteinn Pálson er fyrst og fremst stjórnmálamaður. Skrif hans sanna það. Hann spilaði hins vegar þannig úr sínum pólitíska ferli að hann varð að hröklast úr eigin flokki, þó vissulega ætti hann sína stuðningsmenn meðal flokksins. Honum hefur ekki tekist að finna sig í stjórnmálum landsins eftir þetta og verið hálfgert rekald. Undanfarin misserihafa skrif hans þó sýnt að hann á ágætlega heima í Samfylkingunni. Hvort það er vegna stöðu sinnar nú í samninganefnd um að koma okkur undir ESB er ekki gott að segja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband