Steingrímur biðlar til stjórnarandstöðunnar!!

Það er rétt hjá Steingrími, að það væri góð gjöf að sameinast um málið. Hann hefði átt að hugsa svona fyrr.

Það hefði verið skynsamt af Steingrími að sameinast við stjórnarandstöðuna strax við upphaf setu sinnar í stól fjármálaráðherra. Þá hefði hann sýnt styrk og merki um skynsemi.

Í stað þess þá úthúðaði hann stjórnarandstöðunni og sagði hana beinlínis hættulega. Nú, þegar hann er kominn á endastöð, vill hann friðmælast!!

Það eina sem getur sameinað þjóðina og þingið í þessu máli er að viðurkenna þá staðreynd að við höfum ekki efni á að borga þetta. Því er okkur nauðugur sá kostur að freista þess að vinna málið fyrir dómi.

Forsendur samningsins er með þeim hætti að vel gæti svo farið að skuldin verði langt fyrir ofan getu okkar. Ekki þarf annað til en að evran hrynji, þá hrynur verð þessara eigna um leið. Þetta er ekki einhver fjarlæg sýn, þetta er staðreynd sem meiri líkur en minni eru á að það geti gerst. Stjórnin hefur verið dugleg að halda fram lægstu hugsanlegri kröfu, sem þó er of há fyrir okkur. Nú er farið að gefa í skyn að upphæðin verði enn minni, jafnel hefur heyrst upphæð sem er lægri en fyrsta greiðsla, sem á að greiða strax í upphafi næsta árs! Spuninn er mikill!! Reyndar er ekki gert ráð fyrir þessari greiðslu í glóðvolgum fjárlögum.

Ríkistjórn sem einungis hefur eins atkvæðis meirihluta er ekki beysin. Ekki mun það auka þor og athafnasemi stjórnarinnar. Steingrímur er sennilega búinn að átta sig á þessu og reynir nú til þrautar að koma þessu gæluverkefni í gegn, sjálfum sér og vini sínum til vegsauka. Hann metur málið þó rangt. Hann mun aldrei getað bjargað vini sínum frá smáninni, en hann á kost á að minnka eigin skömm með því að láta frumvarpið niður falla og láta málið fyrir dóm.

Steingrímur kvartar yfir því að þetta mál hafi reynt á og verið erfitt, að það hafi farið mikil orka í það. Hélt hann að starf ráðherra væri eitthvert gæluverkefni?! Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steingrímur kvartar yfir erfiðum verkefnum og miklu vinnuálagi. Það er merki um að menn ráði ekki við sitt verkefni þegar þeir eru síkvartandi. Þá eiga menn að leita sér að annari vinnu.

Það er verst að Steingrími hefur nánast tekist að þurka út allan verktakabransan í landinu, þannig að hann fær væntanlega hvergi vinnu við vörubílaakstur.

 


mbl.is Góð gjöf að sameinast um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband