32 vanhæfir þingmenn !!
16.12.2010 | 14:16
Þá hefur fjármálaráðherra tekist að koma fjárlagafrumvarpinu gegn um þingið, þó meirihlutinn hafi verið eins naumur og hugsast getur.
Þar með höfum við verið bundin enn fastar í fátækt og skattpíningu. Það er ekki nóg með að lögin skapi enn meira misrétti og auki stéttskiptingu, haldi aftur af atvinnu uppbyggingu og auki atvinnuleysið, heldur er grunnur þessara laga svo veikur að nánast útilokað er að þau geti staðist.
Reyndar er það svo að þessi sami ráðherra er að mæla fyrir öðru frumvarpi á sama tíma og þetta er samþykkt. Það frumvarp mun leggja á herðar ríkisjóðs enn frekari byrgðar. Strax á fyrstu mánuðum þess árs sem nýsamþykkt fjárlög eru fyrir, á samkvæmt frumvarpinu að leggja fram rúma 20 miljarða. Engu að síður er ekkert um þá fjárhæð í glóðvolgum fjárlögum!!
Fyrir liggur að flestar þær stærðir sem lagðar eru til grundvallar þessum lögum standast ekki.
Fjármálaráðherra segir að fjárlögin séu með 37,3 miljarða halla. Það er því ljóst að hann gerir ekki ráð fyrir að frumvarp til laga, sem veita honum heimild til undirritunar icesave samningsins, verði samþykkt. Ef svo væri, segði hann að sjálf sögðu að hallinn væri tæpir 58 miljarðar.
Þeir 32 þingmenn sem stóðu að þessari lagagerð hafa ljóta samvisku. Þeir samþykkja lög sem útilokað er að geti staðist, hvort heldur icesave samningur verði undirritaður eða ekki. Því hafa þessir þingmenn gerst vanhæfir.
Fjárlagafrumvarpið samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.