Naglasúpa ríkisstjórnarinnar
15.12.2010 | 14:39
Hvað er eiginlega í gangi? Hverju þjónar þessi breyting?
Stofnuð er nýtt bákn í kerfinu, það á að reka með nýjum gjaldstofni. Annað bákn er lagt niður og væntanlega mun kostnaður vegna þess leggjast niður og ríkið sparar. Ef menn vilja láta þá sem þurfa að nýta sér þjónustu stofnana ríkisins, borga fyrir þá þjónustu, hefði verið einfaldara að leggja einungis gjaldið á án þess að vera að breyta nöfnum á þeim. Þá hefði ríkið sparað enn meira!
Í fréttinni kemur fram að megin ástæða fyrir þessum breytingum sé vegna þess að byggingamál séu tæknilegs eðlis. Það er hægt að samþykkja að byggingamál séu tæknileg, en hvað kemur það við hvort þær stofnanir sem með málefnin fara heita Byggingastofnun, Brunamálastofnun eða Skipulagsstofnun.
Hvers vegna þarf að færa viðskipti með byggingavörur frá viðskiptaráðuneyti yfir til umhverfisráðuneytis? Hefur umhverfisráðuneyti meira vit á viðskiptum en viðskiptaráðuneyti? Það hefur alla vega ekkert með tækni að gera!
Maður ætti svo sem ekki að láta þetta koma sér neitt á óvart. Það er með þetta eins og annað hjá þessari stjórn okkar, það er hamast og djöflast við allt annað en það sem raunverulega þarf að gera, koma atvinnuvegunum af stað svo fólk fái vinnu og geti farið að sjá fyrir sér!!
Ríkisstjórnin hagar sér eins og hún sé að sjóða naglasúpu, það er hrært og hrært í pottinum en gleimist alveg að setja eitthvað í hann!!
Mannvirkjastofnun tekur til starfa um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara ekki í lagi með þetta lið.
Sigurður Sigurðsson, 15.12.2010 kl. 15:06
Líklegast er að það hafi þurft að koma einhverjum flokksgæðingnum að. Líklega ekki hægt að reka þá sem stjórna gömlu stofnunum nema að stofna nýja og þá ráða flokksgæðing sem yfirmann. Hann verður líklega VG gæðingur og þess vegna verður stofnunin sett undir umhverfisráðuneyti (einhver heyrt aðra eins vitleysu).
Svo er það hitt að þeir sem vita ekki hvað þeir eru að gera, gera bara eitthvað til að sýnast. Það er arfleið þessarar ríkisstjórnar að 50% af því sem hún hefur framkvæmt er óþarfi (eins og þetta mál), 49,99% er landinu skaðlegt og 0,01% er allt í lagi. Kannski bara gott að þau geri þetta óþarfa það veldur kannski minni skaða!
Björn (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:47
Sæll Gunnar. Vek athygli þína á að þetta byggingaöryggisgjald er ekki nýtt gjald heldur hefur ákvæði um brunavarnagjald, sem innheimt hefur verið á grundvelli laga um brunavarnir, verið fært inn í frumvarp til laga um mannvirki. Og þá er verið að leggja Brunamálastofnun niður á sama tíma og Mannvirkjstofnun er sett á laggirnar þannig að það er ekki verið að fjölga stofnunum hins opinbera. Þú getur nálgast nánari upplýsingar um þetta á heimasíðu umhverfisráðuneytisins: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1735. Kveðja, Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.
Guðmundur Hörður Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 16:33
Sæll Guðmundur Hörður.
Ég var ekki að segja að verið væri að fjölga stofnunum, heldur skil ég ekki þetta rugl að leggja niður eina og stofna aðra undir öðru nafni með sömu verk.
Varðandi gjaldið, getur verið að ég hafi misskilið fréttina og er það ágætt, en gerir verknaðinn enn þýðingarminni.
Ef þessi nýja stofnun mun taka að sér einhver málefni frá Skipulagsstofnun, en svo má skilja af fréttinni, hefði allt eins verið hægt að færa þau yfir til Brunamálastofnunar. Eins er spurning hvort ekki hefði mátt leggja aðra stofnunina niður og færa verkefni hennar til hinnar, án allra nafnabreytinga.
Gunnar Heiðarsson, 15.12.2010 kl. 17:52
Guðmundur: Út frá þessu þá dreg ég þá ályktun að þetta sé málamyndagjörningur til að hægt sé að ráða flokksgæðinga í stjórnunarstöður í nýju stofnuninni.
Björn (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.