Þrælsótti !!

Jóhanna gerir lítið úr því hversu góður icesave 3 er. Segir að einungis sé um 110 miljörðum hagstæðari.

50 miljarðar vegna þess að fyrr er farið að greiða, 40-60 miljarðar vegna hagstæðari gengisþróunar og þá 0 - 20 miljarðar vegna hagstæðari vaxta!! Hún segir í raun að engin breyting hafi orðið á samningnum, ytri aðstæður ráði mestu um þessa breytingu. Hún tekur þó fram að ekki sé enn búið að reikna þennan samning, hefur einungis orð samningamanna fyrir þessum upplýsingum!!

Annað hvort er verið að plata þjóðina eða eitthvað hefur slegið saman í hausnum á ráðamönnum og samninganefnd.

Það skiptir í raun ekki máli hvort þessi samningur sé sagður 110 miljörðum skárri eða einhver önnur tala nefnd. Það sem skiptir máli í þessu er hvort ætlum að taka á okkur sök sem ekki er lagaleg vissa fyrir. Ef við gerum það erum við að viðurkenna að menn geti stofnað einkafyrirtæki, stolið öllu úr þeim og látið ríkið svo greiða skuldirnar! Eittvað sem engin siðuð þjóð getur viðurkennt.

Við erum einnig að viðurkenna að í alþjóðaviðskiptum skipta lög og reglur ekki máli, heldur stærð þjóða. Að þeir stóru geti kúgað hina litlu.

Þrælsótti og undirlægjuháttur þeirra Jóhönnu og Steingríms á sér varla fyrirmynd!!

 


mbl.is Áttum kost á Icesave-samningi í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er sjúkt. Þetta með vextinna nálgast nú að vera brandari. Fyrir borgunarsinna var aðalmálið að ná vöxtunum niður og náðist það ekki um meira en 50%?

Þessi stjórn heldur að stjórnmál snúist um spuna en ekki að stýra landinu og grátlegt að sjá fjölmiðla spila með.

- Spunastjórnin

- Lygastjórnin

- Icesave stjórnin

Þetta er allt viðeigandi á þetta sjúka lið. 

Björn (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 12:40

2 identicon

"Þrælsótti og undirlægjuháttur þeirra Jóhönnu og Steingríms á sér varla fyrirmynd" Nema kannski er vera skildi undirlægju/sleikjuháttur gagnvart erlendum fjárfestum og útrásarhyskinu (2000-2007)og það að auglýsa Íslensku þjóðina sem ódýrt vinnuafl(þræla).

Borgunarsinnar! HAHAHAHA................það er ótrúlega fyndið að lesa þessi blogg við þessa frétt, en jafnframt sorglegt. Heiftin er sannarlega blind, og ofsinn heyrnalaus.

Og Sigmundur Davíð.........hvað er hægt að segja við svona sérfræðingum, bíð alltaf eftir að hann segi "djók".

Birkir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband