Slæmt mál

Þetta er slæmt mál.

Slæmt vegna þess að nú verður að taka málið upp fyrir dómstólum hérlendis. Það er mun ódýrara fyrir Jón Ásgeir að múta Íslenskum dómurum en bandarískum.

Það er slæmt vegna þess að Jón Ásgeir hefur enn eignarhald á stórum hluta fjölmiðla landsins og hikar ekki við að beyta þeim óspart sér í hag.

Það er slæmt vegna þess að ríkisstjórn Íslands er nátengd Jóni Ásgeir og hætt við að hann vilji nú fá eitthvað fyrir það fé sem hann hefur ausið í Samfylkinguna og þingmenn hennar.

Það er slæmt vegna þess að nú hefur Jón Ásgeir nokkuð góða möguleika á að sleppa við að gera hreint fyrir sínum dyrum. Málinu verður væntanlega vísað frá dómi vegna "formgalla".

Nú er bara að bíða eftir yfirlýsingu frá Jóni Ásgeir og að sjálf sögðu hótar hann að fara í skaðabótamál!! Eitt af því fáa sem Jón Ásgeir kann vel er að hóta!!

 


mbl.is Glitnismáli vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir jós ennþá meiri pening í íhaldið og þingmenn þess. Hvað vill hann fá fyrir þann peningaaustur?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað ætli þetta USA dómstólsævintýri hafi kostað slitastjórnina og bankaræningjana?

Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 17:45

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hefur þú ekki fylgst með pólitík á Íslandi undan farin áratug, Svavar?!

Gunnar Heiðarsson, 14.12.2010 kl. 17:46

4 identicon

Jú Gunnar ég hef fylgst með, en þú?

Reyndu frekar að svara spurningunni.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:04

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvelt að svara þessari spurningu Svavar. Eins og þingmenn allra flokka þáðu þingmenn íhaldsins styrki frá útrásarguttunum. Það voru þó einkum þingmenn Samfylkingar og reyndar flokkurinn einnig, sem þáðu styrki frá Jóni Ásgeir. Enda var og er þessi flokkur duglegur við að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um það sem miður fór. Einnig stóð þessi flokkur, þá undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, vel að baki Jómi Ásgeir, taldi meðal annars að íhaldið færi með einelti gegn honum!!

Þetta vita þeir sem fylgdust með stjórnmálum fyrir hrun, hinir geta lesið um þetta í hrunskýrslunni!!

Gunnar Heiðarsson, 14.12.2010 kl. 18:27

6 identicon

DV gerði ýtarlega úttekt á þessum styrktarmálum. Reyndar var sú úttekt ekki fullnægjandi að einu leiti. Margir frambjóðendur íhaldsins neituðu að gefa upp nöfn styrkveitendasinna og vísuðu á Óskar Nafnleyndar!! Ef allar þessar upplýsingar hefðu komið fram, íhaldið komið enn verr út úr málinu.

Þú ert ekki enn búinn að svara spurningunni!! 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:45

7 identicon

Er einhver kominn með upp í háls af þessu nafni, "Jón Ásgeir" annar en ég. 

Eða myndum af þessum manni í öllum fjölmiðlum alla daga ársins.

Ef það er ekki Jón Ásgeir þetta, þá er það Jón Ásgeir hitt.

Alveg kominn með nóg af þessu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þorir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband