Að kasta grjóti í glerhúsi !!
14.12.2010 | 14:51
Þetta er fyndin frétt!!
Það stéttarfélag sem hvað harðast hefur verið gagnrýnt fyrir spillingu og baktjaldamakk, þykist ætla að berjast gegn spillingu!
Stjórn VR ætti að byrja í eigin ranni og sýna í verki að þeir ætli að standa við stóru orðin!!
Það er einna líkast því að stjórnarmenn VR ætli sér í framboð til alþingis og þá væntanlega fyrir Samfylkinguna, þeir hæfa þeim flokki vel! Þeir bjóða væntanlega Gylfa Arnbjörnssyni með sér.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur hyggst berjast gegn spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekki VR, held ég. VR er ekki lengur Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur breyttu þau nafninu í - Virðing Réttlæti. Þá voru einhverjir sem tóku sig til og stofnuðu nýtt félag, Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
Ég þori ekki að hengja mig uppá þetta, en þetta heyrði ég einhversstaðar.
Anderson, 14.12.2010 kl. 15:12
Anderson - þetta er rétt hjá þér. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur breytti heiti sínu í VR. Lúðvík Lúðvíksson, fyrrum frambjóðandi til formanns VR í seinustu kosningum er einn af stofnendum þessa nýja félags; Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:57
Þetta er ágætt svo langt sem það nær. En oft vill sækja í sama farið eftir nokkurn tíma.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2010 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.