ESB sýnir sitt rétta andlit

Það er magnað að til skuli það fólk á Íslandi sem enn vill leggja lag sitt við ESB.

Hótanir og frekja í garð þeirra sem ekki vilja gangast að þeirra kröfum, eru einkenni þessa sambands. Skiptir þar einu þótt um sé að ræða fullvalda þjóð, allir skulu beygja sig undir vilja ESB!!

Við getum rétt ímyndað okkur stöðu okkar gagnvart Mariu Damanaki ef við þyrftum að láta hana stjórna veiðum í Íslenskri landhelgi. Það er hætt við að Spænsk og Bresk skip myndu fylla landhelgina undir því yfirskyni að veiða hér makríl. Auðvitað myndi annar fiskur fljóta með og áður en við vissum af væru þessar þjóðir búnar að mynda sér veiðirétt á þeim einnig!!

Fyrir utan það að ESB stendur á brauðfótum, evran að hrynja, að í ljós hefur komið að þær þjóðir sem lenda í vandræðum verða að hlýta í einu og öllu tilskipunum frá Brussel, að þjóðir innan ESB beiti okkur fjárhagslegu ofbeldi og sú staðreynd að ESB stefnir hraðbyr í að verða þjóðríki, ætti þetta eina deilumál í raun að vera nægt til að gera alla Íslendinga afhuga ESB.

En því er ekki að heilsa, því miður. Það er enn til fólk sem er svo skyni skroppið að það nær ekki enn sannkleikanum. Það trúir því virkilega að allt sé svo gott undir hæl ESB.

Evrópuþjóðir, flestar, hafa verið okkur hliðhollar. Við eigum mikil viðskipti við margar þjóðir inna ESB. Engin ástæða er til að halda að það breytist þó við veljum að vera utan ESB. Við getum áfram átt góð samskipti við þessar vinaþjóðir okkar. Það er hins vegar deginum ljósara að völd okkar og áhrif, þó kannski séu lítil, eru meiri utan ESB en innan. Það sést best á þessu deilumáli.

Til hvers vorum við annars að fara í heiftúðugt stríð við Breta um landhelgi okkar, ef við gefum svo eftir stjórnun fiskveiða innan hennar!!

 


mbl.is Hóta þvingunum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Gunnar, óskiljanlegt að nokkur maður í landinu skuli finnast sem vill vera kúgaður í þessu ofríkisveldi, með nokkur gömul nýlenduveldi og sem enn eru meiriháttar yfirgangsveldi, ráðandi mestu.  Við myndum bókstaflega drukkna þarna. 

Elle_, 14.12.2010 kl. 12:21

2 identicon

Já, það er alveg hræðilegt hvenig ESB ríkið Noregur kemur fram við okkur!!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svavar, þú ættir kannski að lesa fréttina!

Það er Maria Damanaki, sjávarútvegsráðherra ESB sem er að hóta þvingunum, ekki Norðmenn!!

Gunnar Heiðarsson, 14.12.2010 kl. 12:59

4 identicon

Norðmenn hafa verið harðari í samningaumleitunum en ESB.

3.1 prósentin voru uppástunga Norðmanna, sem ESB tóku undir.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband