Icesave - piece of cake, eins og tvær þrjár flugvélar!!

Í morgunútvarpinu (krataútvarpinu) í morgun var viðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing. Hann var bjartsýnn og taldi meðal annars að kreppunni væri lokið. Það voru þó lokaorð hans sem komu nokkuð á óvart, en hann lauk viðtalinu á þessum orðum: "Já, já, og icesave, það leysist, já, já, það, það, ber orðið svo lítið á milli að ég segi bara, þetta er piece of cake, þetta er eins og tveir þrjár flugvélar" og fréttamaðurinn gat varla dulist aðdáunin á þessum "snillingi" sem gerði svo lítið að koma í viðtal hjá honum!!

Guðmundur tók reyndar ekki fram hvort hann væri að tala um tvær þrjár einshreyfils Cessnur, eða tvær þrjár Boeing 747.

Það er annars merkilegt að Guðmundur skuli vita hvað ber í milli í þessum samningi og það snemma í morgun, nokkrum klukkutímum áður en staða samninganna var kynnt fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkana og enn fleiri klukkutímum áður en samninganefndin hélt út aftur.

Er þetta hið gegnsæja stjórnunarferli sem ríkisstjórnin boðaði í upphafi samstarfsins? Er meir um vert að kennari við Háskóla Íslands fái að vita stöðu mála í samningum við aðrar þjóðir, en þingmenn? Hvers vegna er ekki búið að kynna stöðuna fyrir þeim sem eiga að borga, almenning?

"Brennt barn forðast eldinn". Þessi málsháttur á þó ekki við um núverandi ríkisstjórn, hún spilar nákvæmlega eins og áður. Örfáum klukkutímum áður en Svavar og Indriði komu heim færandi hendi eitthvert það versta landráðaplagg sem hér hefur sést, hélt fjármálaráðherra því fram að ekki væri neitt  að gerast í samningamálum, einungis væri verið að kanna hvernig landið lægi. Þetta var vorið 2009.

Síðast í gær hélt þessi sami ráðherra því fram að enginn samningur væri á leiðinni, jafnvel þó forsætisráðherra héldi öðru fram!!

Hvernig er hægt að trúa þessu fólki?!!

Ég ætla ekki að taka fyrir ummæli allra "ráðgafa" ríkisstjórnarinnar um hvað hér myndi gerast ef icesave yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Minni þó á orð eins og Kúba, Norður Kórea og fall krónunar niður til helvítis. Það vita allir hvað sannaðist af þeim ummælum, hversu sannspáir þeir voru. Það er hryllileg hugsun til að vita að enn eru þessir menn hellstu "ráðgjafar" stjórnvalda. Enn hryllilegra er þó að flestir þeirra vinna við að uppfræða ungafólkið í háskólunum!!

Sveiattan!!

 


mbl.is Farið yfir Icesave-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Gunnar, að halda uppi merkinu.

En jafnvel þetta Icesave gæti orðið á við heilt geimskip í verðmæti, og þá blikna nú Boeing-þoturnar í samanburði.

Jón Valur Jensson, 9.12.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband