Er heiður listamanna metinn í krónum?!
7.12.2010 | 23:18
Heiðurslaun til listamanna eru ekki lögbundin, því þarf þingið að samþykkja þau á hverju ári í tengslum við frumvarp til fjárlaga. Hvernig ætli Þráinn hafi greitt atkvæði við þessa málsmeðferð?
Það orkar nokkuð tvímælis að veita 44 miljónum króna til listamanna nú þegar verið er að skerða grunnþjónustuna í landinu og biðraðir hjá hjálparstofnunum lengjast í hverri viku. Því hefði frekar átt að veita þessi heiðurslaun til hjálparstofnana, þær eiga mikinn heiður skilinn og ef menn vilja endilega tengja þetta við listsköpun er auðvelt að segja að þær fremji listgjörning í hverri viku!
Ef endilega þarf að veita listamönnum styrk frá ríkinu, ætti að sjálfsögðu að vera einhver skilakrafa á móti, að féð verði notað til listsköpunar. Ekki að menn sem eru í fullu starfi með mjög góð laun og stunda ekki sína listsköpun, séu að fá slíka styrki.
Varðandi þá hugsun að heiðra þurfi listamenn fyrir vel unni og góð störf, þá er það hægt á marga vegu. Það er einungis einn slíkur listamaður á þessum lista, Edda Heiðrún. Hún á mikinn heiður skilinn, frábær listamaður og hefur glatt hjörtu margra.
28 listamenn fá heiðurslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá sem hefur fengið heiðurslaun skal halda þeim ævilangt.
GAZZI11, 8.12.2010 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.