Byrjað á öfugum enda!!

Það er verið að eyða tímanum í vitleysu, dýrmætum tíma! 

Þó vissulega sé réttlætismál að jafna kjör lífeyrisréttinda er það þó fráleitt eitthvað forgangsmál núna. Fátækt og skammarleg lúsarlaun þeirra sem vinna eftir kjarasamningum eru efst í hugum fólks, ekki hvort lífeyrisréttindi verða eitthvað betri.  Launafólk hefur áhyggjur af því hvort það getir brauðfært sig og sína fjölskyldu. Því á að setja þessa umræðu í bið þar til betur árar.

Nú liggur á að auka kaupmátt launafólks. Það er eina stéttin í landinu sem ekki hefur getað komið kostnaði vegna bankahrunsins yfir á aðra, þvert á móti hafa launþegar þurft að taka á sig auknar álögur. Stjórnvöld hækka skatta, verslunin veltir hækkun yfir á aðra (launafólkið) og fyrirtækin hækka sína þjónustu. Jafnvel bankarnir eru styrktir af stjórnvöldum. En launafólkið getur ekkert gert nema tekið á sig auknar álögur á lærri launum en áður.

Þeir skammarlegu launataxtar sem stéttafélögin hafa í samráði við vinnuveitendur staðið að, eru þessum aðilum til skammar og ber þeim skylda til að þrífa skítinn upp eftir sig. Í nokkur ár fyrir hrun var sterk krafa frá einstökum formönnum stéttafélaga um að launataxtar yrðu færðir til samræmis við þau laun sem var verið að greiða. Rökin voru einföld, ef vinnuveitendur gætu greitt laun umfram taxta væri eðlilegt að taxtar yrðu færðir upp að þeim launum, ef það yrði ekki gert gætu vinnuveitendur lækkað fólk í launum þegar þeim sýndist. Það sýndi sig svo við hrun bankanna! ASÍ ásamt SA stóð harðast gegn þessum formönnum.

Þó iðgjald til lífeyrissjóða verði hækkað til samræmis við það sem ríki og sveitafélög greiða er það engin trygging fyrir auknum lífeyrisréttindum. Þar spilar inní hvernig sjóðirnir eru reknir. Hingað til er ekki hægt að hrópa húrra yfir fjármálasnilld þeirra sem þeim stjórna. Því er skýringin frekar sú að með hækkun iðgjaldsins séu forsvarsmenn þessara sjóða að reyna að bjarga sjálfum sér, ekki sjóðsfélugum. Þeim er nokk sama um hagi þeirra.

Málefni lífeyrissjóðanna þarf að skoða frá grunni. Hvort þeir eru of margir, hvernig valið er í stjórnir þeirra, vald stjórna sjóðanna og svo framvegis. Þetta mál kemur kjarasamningum í sjálfu sér ekki við. Þetta er vinna sem hægt er að snúa sér að eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir.

ASÍ, SA og stjórnvöld klifa á því að gera þurfi "sáttmála". Það er erfitt að ganga til samninga við aðila sem brjóta sáttmála sem þeir gera, nánast áður en menn ná að setja penna sinn í vasann aftur. Það er erfitt að ganga til samninga við aðila sem, á meðan verið er að ræða saman, brýtur fyrri samningsgjörðir. Flestar þær bætur og skattaívilnanir sem hér þekkjast eru til komnar gegnum samninga milli aðila vinnumarkaðarins. Oftar en ekki þegar samningar hafa siglt í strand hafa stjórnvöld komið að með einhverjar skattaívilnanir eða bætur, til að liðka fyrir samningum. Nú eru þau stjórnvöld sem kalla eftir "sáttmála" önnum kafin við að skerða þessar bætur og ívilnanir. Samt ætla forsvarsmenn launafólks að ganga til samninga við þessa stjórn, stjórn sem vill ekki eða getur ekki staðið við neitt af því sem hún lofar!!

Að lokum legg eindregið til að forseti ASÍ verði rekinn úr samninganefnd, bæði vegna pólitískra tengsla við núverandi ríkisstjórn og vegna hagsmunatengsla við SA!!

 


mbl.is Ræða jöfnun lífeyrisréttinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband