ESB, rökfærsla eða trú
28.11.2010 | 10:13
Ekki er séð fyrir endann á vandræðum ESB ríkjanna. Fyrst þurftu Grikkir aðstoð, núna Írar. Talað er að næst muni Portúgalir fara bónleið til Brussel, síðan Spánverjar, Ítalir og flest austurevrópulöndin. Sammerkt með þessu er að sú aðstoð sem ríki þurfa eykst alltaf.
Talið er að þegar röðin kemur að Spánverjum muni þörf þeirra jafnvel orðin 500 miljarðar evra! Eða sem svarar c.a. 76.700 miljarðar íslenskra króna eða yfir 662 miljarðar US$, miðað við gengi í dag.
Það er ljóst að evran mun ekki standast slíkar hjálparbeiðnir til lengdar. Þetta mun óhjákvæmilega leiða til þess að alltaf bætast fleiri ríki við sem aðstoð þurfa. Dóminóið er fallið, það er bara spurning hvort og þá hersu fljótt menn sætta sig við þessa staðreynd. Því fyrr, því betra, fyrir Evrópu og allar aðrar þjóðir einnig.
Þetta sjá forsvarsmenn ESB, þetta sjá stjórnmálamenn allra 27 ESB ríkjanna, þeir eiga bara eftir að viðurkenna þetta og breyta samkvæmt því.
Þetta sér Össur hinsvegar ekki og ekki sá litli en háværi hópur ESB sinna á Íslandi, enda horfir það fólk ekki á ESB aðild með augum rökfærslunnar, heldur hjarta trúarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.