Á eða ætti

Nokkuð frjálslega farið með sannleikann hjá frétamönnum.

Í viðtalinu segir Ólafur að lokaorðið ætti að vera hjá kjósendum, ekki að að það eigi að vera það. Þó það væri þó réttara.

Forsetinn segir einnig seinna í viðtalinu að Bretar og Hollendingar virðist vera að átta sig á hversu óraunhæfar kröfur þeirra hafi verið hingað til og nú verði að bíða og sjá til hvernig samningurinn muni enda.

Það er útilokað fyrir forsetann að segja til um það nú, hvort kjósa þurfi aftur um icesave samninginn, það fer að sjálf sögðu eftir því hvernig hann verður og hvort sátt sé um hann. Ef aftur kemur upp svipuð staða og fyrir síðustu áramót, að stjórnvöld leggi fram samning sem fær naumann meirihluta á þingi og almenn óánægja verður um í þjóðfélaginu, ber honum skylda til að vísa þeim samning til þjóðarinnar.

Ef hinsvegar kemur samningur sem fær góðann meirihluta á þingi og lítil andstaða er við, getur hann skrifað undir hann, þó eðlilegt væri að slíkar skuldbindingar væru alltaf bornar undir kjósendur.

 


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband