"Ójafnvægi á ströndinni"

30.000 m3 er ekkert smá magn og enn bætir í. Það er ljóst að eitthvað stórkostlegt fór úrskeiðis.

Hverju hefðu þessir ágætu menn, sem enn reyna að verja þessa framkvæmd, borið við ef ekki hefði orðið gos í Eyjafjallajökli? Það er frekar lágkúrulegt að kenna því um.

Þarna voru gerð mistök. Hvort þau eru vegna þess að pólitíkusar voru að skipta sér af fræðingum og fá hjá þeim fyrirfram pantaða niðurstöðu, eða hvort fræðingarnir gerðu einfaldlega mistök skiptir í sjálfu sér ekki máli. Framkvæmdin var gerð vegna niðurstöðu rannsókna þeirra og eftir þeirra uppskrift. Því bera þeir ábyrgðina.

Og enn eru þessir sömu fræðingar látnir um að leysa vandann. Vanda sem kemur til vegna getuleysis þeirra sjálfra. Hvers vegna eru ekki fengnir erlendir sérfræðingar með sérþekkingu á hafnarmannvirkjum við þessar aðstæður, þeir látnir fara yfir málið og ef þeir telja að höfninni verði bjargað fyrir skynsamlega fjárupphæð, þá fara eftir þeirra leiðbeiningum.

Landeyjahöfn er ekki fyrsta og eina höfnin í heiminum sem gerð er í sandfjöru!

Eðli sandfjara er að á þeim ríkir endalaust "ójafnvægi".

 


mbl.is Dýpkun hefur gengið vel að undanförnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ma ekki spara 300 millur eða hvað það nu var á ári sem í þennan sandmokstur fer og nota í heilbr. geirann eða e-h annað ´i staðinn

h (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 09:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega væri það eina rétta, en það þarf þó að skoða hvort Landeyjahöfn verði bjargað. Hugsanlega er rétt að setja höfnina á "hold" og koma okkur út úr þeim vandræðum sem þjóðin er í og taka málið síðan upp seinna.

Gunnar Heiðarsson, 27.11.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband