Flöt leiðrétting er eina færa leiðin!!

Það er með þetta eins og annað sem frá stjórnvöldum kemur, það eykur vandann í stað þess að leysa hann.

Hæstiréttur ber því við í dómnum að eignarétturinn sé lögvarinn í stjórnarskrá, því stangist lög Árna Páls á við hana. Þetta er svo sem ekki fyrsta skipti sem núverandi stjórn brýtur stjórnarskrána.

Þau lög sem samþykkt voru um skuldaaðlögun eru því fallin og enn eitt ruglið í gangi. Það gefur auga leið að sértækar aðgerðir munu alltaf bjóða heim þeirri hættu að brotin verða lög á einhverjum.   Það sem verra er að þær bjóða einnig upp á spillingu, að einum verði hjálpað en ekki öðrum sem þó er í svipaðri stöðu. Þetta höfum við horft upp á bankana vera að gera undanfarið. Það er ekki horft til vandamálsins, heldur einstaklingana. Sumir eru þóknanlegir en ekki aðrir!!

Það er núna skiljanlegt hvers vegna bankarnir stoppuðu ekki þessa lagasetningu af, þeir sáu að ekkert mál væri fyrir þá að gefa eftir skuldir við lántakendur, ábyrgðarmenn tækju bara við þeim.

Því endurtek ég það sem ég hef áður skrifað, að bankar og lánastofnanir stjórna ríkisstjórninni og allar aðgerðir stjórnvalda þurfa samþykkis þeirra. Það leiðir af sér þá staðreynd að allar lausnir sem frá stjórnvöldum koma, eru gagnslausar. Þær miða fyrst og fremst að því að bankar og lánastofnanir þurfi ekki að kosta neinu til!! Þær miða ekki að lausn vandans!!

Flöt leiðrétting er eina færa leiðin. Allar aðra leiðir munu auka misrétti og skapa úlfúð. Vissulega er hægt að reikna einhvern mikinn kostnað við þá aðferð, en það er einnig hægt að sýna fram á að sú leið sé jafnvel sú ódýrasta þegar upp er staðið. Vandi hagfræðinga og stærðfræðnga er að velja sér forsendur. Það er ekkert sem er heilagur sannleikur í slíkum útreikningum.

Það er þó ljóst að flöt leiðrétting er dýrari nú en í upphafi kreppunnar, það er einnig ljóst að flöt leiðrétting mun ekki hjálpa eins mörgum nú og ef hún hefði verið valin strax eftir hrun. Það er einnig deginum ljósara því lengri tími sem líður, áður en hún verður valin, mun kostnaður við hana aukast og fleiri verða sem slík leiðrétting mun ekki hjálpa.

Allir þeir sem hafa einhverja skynsemi til að bera sjá að þessi leið mun á endanum verða valin. Það er bara spurning hvað bankar og lánastofnanir fá að ráða lengi. Peningavaldið er sterkt, en það er ekki óvinnandi!!

 


mbl.is Ábyrðarmaður gæti átt endurkröfurétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og hver yrði staða ábyrgðarmanna við svokallaða ,,flata niðurfellingu"?  Yrði hún ekki alveg sama eðlis með tilliti til ákv. stjornarskrár og mannréttindasáttmála sem nefnt er í umræddu tilfeli?

Dómurinn eins og segir að ekki sé hægt að setja lög aturvirk sem gangi á eignarréttarákv. stjórnarskrár og krafa á ábyrgðarmenn falli óumdeilanlega undir það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2010 kl. 14:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki að tala um flata niðurfellingu Ómar, heldur flata leiðréttingu!

Það er megin munur á þessu tvennu. Annarsvegar er verið að tala um að fella eithvað niður sem sannarlega skal borgað, hinsvegar leiðréttingu á forsendubresti sem lánþegar hafa orðið fyrir.

Það hafa verið felldir dómar um forsendubrest milli aðila vegna minni breytinga en lánþegar hafa orðið fyrir, án þess að hafa neitt um það að segja.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2010 kl. 14:28

3 identicon

Flöt niðurfelling skulda að kröfu ríkisins þarf ríkið að borga að fullu sjálft. Forsendubresturinn er ekki til, ímyndun örvæntingafullra skuldara sem ekki vilja standa við gerða samninga. Forsendurnar eins og þær voru settar fram við samningsgerð hafa ekkert breyst nema hjá þeim sem seldu fjármálastofnunum skuldabréf með ólöglegri gengisbindingu. Það er ekki hægt að leiðrétta eitthvað sem er rétt, sama hversu heimskulegt það var að skrifa undir.

sigkja (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 16:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

sigkja, orðalag þitt ber með sér að þú starfir eða skrifir fyrir fjármálastofnanir. "Niðurfelling skulda, örvæntingarfullir skuldarar, forsendur ekki breyst og sala á skuldabréfum með ólöglegri gengisbindingu".

Varðandi "niðurfellingu skulda" þá er frekar um leiðréttingu að ræða.

"Örvæntingarfullir skuldarar" er að lang stæðstum hluta fólk sem berst fyrir lífi sínu og tilveru. Fólk sem vill standa við sínar skuldbimdingar eins og forsendur gerðu ráð fyrir, en getur ekki með neinu móti staðið lengi við þá gífurlegu hækkanir sem lán þeirra urðu fyrir við fall bankanna. Fólk sem elur eðlilegt að fá þó ekki væri nema brot að því sem bönkum var fengið upp í hendur við stofnun nýju bankanna.

Vissulega varð forsendubrestur. Um það þarf varla að deila. Þeir sem halda öðru fram eru annaðhvort ekki með fulla fimm eða þeim er borgað fyrir að hafa skoðun!

"Sala á skuldabréfum með ólöglegri gengisbreytingu". Nokkuð frumlega að orði komist, svo ekki sé meira sagt. Þetta kallast öftast að lánastofnun veiti  einhverjum lán. Orðalag þitt er frekar lágkúrulegt og til þess fallið að reyna að varpa ábyrgð á lögbrotinu yfir á lántakandann. Það veit hvert mannsbarn á Íslandi að lánastofnanir veita lán eftir þeim reglum og á þeim kjörum sem þær ákveða. Lántaki fer ekki með skuldabréf sem hann semur og selur bankanum! Allt fram að hruni hafði fólk ekki ástæðu til að efast um heilindi bankanna. Það var engin ástæða til að halda að bankar og lánastofnanir væru vísvitandi að brjóta lög. Því er algjörlega út í hött að gefa í skyn að þessi lögbrot hafi verið framkvæmd að undirlægi lántakenda!

Vissulega má segja að það sé heimskulegt að skifa undir lán, en hvernig væri staða fjármagnseigenda ef enginn vildi borga þeim fyrir afnot af fé þeirra, til lengri eða skemmri tíma. Staða þeirra sem lánin hafa tekið væri vissulega betri ef þeir hefðu sleppt því.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2010 kl. 23:01

5 identicon

Um forsendubrestinn þarf ekki að deila, hann er enginn samkvæmt íslenskum lögum, samningunum sem undirritaðir voru og dómum sem fallið hafa. Að þróunin hafi orðið önnur en skuldarar voru búnir að ímynda sér er ekki forsendubrestur. Lánin eru að virka eins og þeim var ætlað og báðir aðilar lögðu upp með.

"Sala á skuldabréfum með ólöglegri gengisbreytingu".  Er lögfræðilega það sem gerðist. "Að lánastofnun veiti einhverjum lán" er almennt orðalag með enga raunverulega stoð í lögum yfir svona lán. Svona lánaviðskipti eru kaup og sala skuldabréfa. Hver semur textann og hver á prentarann sem skjalið kemur úr skiptir engu máli. Sá sem fyllir út og skrifar undir er útgefandi og seljandi skuldabréfsins og ábyrgðin hvílir á honum, ekki kaupanda. Lánastofnanirnar voru ekki að brjóta nein lög. Hafir þú heyrt annað þá er það hreinræktað lýðskrum, rangfærslur og hin mesta þvæla. En svoleiðis á greiðan aðgang í reiðan skrílinn, algeng leið til vinsælda og atkvæða veiða. En þú sérð engan handtekinn, sektaðan, ákærðan eða dæmdan. Því þú hefur verið blekktur.

Lögin hafa ekkert með hvað þér kann að þykja réttlátt og ranglátt þessa stundina. Ef svo færi að ég skuldaði þér nokkrar milljónir værir þú ekki að kalla það réttlæti ef ég neitaði að borga nema það sem mér þætti sanngjarnt, ef eitthvað. Þá teldir þú það réttlætismál að ég borgaði eins og samið hafði verið um.

sigkja (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 02:29

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert alveg ágætur sigkja, en skilur greinilega ekki hvað hér skeði við fall bankanna. Það er ekki á mínu valdi né hef ég getu til að koma fyrir þig vitinu.

Því læt ég staðar numið hér.

Það er reyndar ekki stefna mín að svar þeim sem ekki þora að setja nafn sitt við skrif sín. Þeir sem standa á sinni meiningu ættu ekki að þurfa að skammast sín fyrir það. Einstaka sinnum geri ég þó undantekningu.

Gunnar Heiðarsson, 27.11.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband