Skil ekki alveg

Hvers vegna er Orkubú Vestfjarða að fara í mál við einhvern um það hvort skila eigi inn sköttum fyrir ríkið? Er það ekki ríkisskattsjóra að gera slíkt? Er ekki OV bara milliliður?

Ef varnarmálastofnun telur sig ekki eiga að greiða virðisaukaskatt af þeirri orku sem þeir kaupa, þá á OV einfaldlega að tilkynna það til skattayfirvalda. Það er síðan þeirra að rukka þetta inn, ef það er talið vera samkvæmt lögum. OV á ekki að vera kröfuaðili fyrir ríkissjóð, þó það sé innheimtuaðili.

Sá kostnaður sem fellur á OV hlýtur að falla á þá sem orkuna kaupa af þeim. Því má segja að orkunotendur á Vestfjörðum séu að greiða fyrir það hvort eitthvert fyrirtæki á eða áekki að greiða skatt til ríkisins!!

 


mbl.is Þarf ekki að greiða virðisaukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband