Ekki um persónulegan ríg, heldur persónur.

Umræðan snýst að sjálf sögðu ekki um persónulegan ríg innan VG, en hún snýst samt um persónur!

Deilurnar innan VG snúsat fyrst og fremst um hvort flokkurinn eigi að standa við þau grunngildi sem hann var stofnaður um eða hvort þeim gildum sé fórnandi fyrir ríkisstjórnarsamstarf og hveru langt skal gengið í þeirri fórn. Að baki þessum deilum liggja persónur, þ.e. í hvorn hópinn menn vilja skipa sér.

Persónulegur rígur kemur þessu máli ekki við enda enginn sem efast um að Steingrímur stjórnar flokknum. Það eru hins vegar margir sem vildu sjá hann fylgja stefnu flokksins betur. Ef hann ekki breytir þeirri stefnu sem hann hefur valið, mun verða stutt í að umræðan fari að snúast upp í persónulegan ríg.

Staðreyndin er að þessi flokkur hefur á að skipa nokkrum ágætum persónum sem hæglega gætu tekið að sér formennskuna. Því verður Steingrímur að varast að vinna mikið lengur gegn vilja kjósenda VG, það gæti orðið til þess að umræðan færðist úr því að vera um málefni yfir í það hver skuli stjórna VG. Ekki er víst að flokkurinn lifi slíka umræðu af!

 


mbl.is Misskilningur að umræðan snúist um persónulegan ríg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband