Misheppnaður flokkráðsfundur VG

Ekki verður annað séð en þessi flokkráðsfundur VG sé misheppnaður. Ef meiningin var að sætta mismunadi sjónarmið, hefur það algerlega misheppnast. Ekki fékkst nein vitræn niðurstaða um ESB né önnur deilumál.

Þegar lesið er yfir samþykktir fundarins verður ekki séð annað en að stjórnarsamstarfinu sé lokið, þ.e. ef forysta flokksins ætlar að fara eftir þeim samþykktum. Þó ekki hafi fengist samþykkt tillagan um að aðlögunarferlið yrði stöðvað var samþykkt tillaga um að ekki verði farið í breytingar á stjórnkerfinu og verulegar skorður lagðar við með hvaða hætti það fjármagn sem ESB hefur ákveðið að senda hingað, verði notað.

Það kemur einnig fram ítrekun á þeirri skoðun VG að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan. Steingrímur hefði átt að minnast orða sinna sem hann lét eitt sinn falla um að menn sæktu ekki um aðild að ESB nema þeir ætluðu að ganga þangað inn. Að vísu var Steingrímur ekki í stjórn þegar hann sagði þetta en honum hefði verið hollt að minnast þeirra áður en hann samþykkti þetta ferli með atkvæði sínu á þingi.

Það er ljóst að deilur innan VG munu einungis magnast. Hvort stjórnarslit verða á næstu dögum eða síðar er ekki gott að segja, en þau eru óumflýjanleg. Með sama áframhaldi er ljóst að VG mun formlega klofna og ekki víst að stjórnin haldi þá þingmeirihluta. Stjórnin hefur ekki þann meirihluta í raun, þó hún geti vissulega varist vantrausttillögu.

Því var þessi flokkráðsfundur algerlega misheppnaður og skilaði ekki því sem til var ætlast.

 


mbl.is Hagsmunum best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Gunnar.

En það var ekki að búast við neinu frá þessu úrelta flokkselítuapparati sem heitir "Flokksráð" og lítur forystunni. Þarna sitja allir 15 þingmenn flokksinns ásamt a.m.k. jafnmörgum varaþingmönnum og svo sija þarna formenn flokksfélaga, kjördæmisráða og gamlir fyrrverandi þingmenn og helstu bæjarfulltrúar og starfsemenn flokksins.

Þetta er svona Flokksræðisstofnun í sinni ömurlegustu mynd og alger skrumskæling á lýðræðinu.

Þó var andstaðan við stefnu forystunnar í ESB málinu talsverður það voru 38 sem greiddu atkvæði með ESB leiðangri flokksforustunnar undir handleiðslu Samfylkingarinnar en 28 voru á móti. Það hefðu semsagt ekki nema 6 manns af þessum 38 þurft að skipta um skoðun til þess að þesi tillaga hefði fallið.

Þetta er nú allt umboðið og lýðræðið sem hvílir á skoðunum 6 manna, sem forysta VG telur sig nú hafa til þess að halda þessari ESB vitleysu áfram.

Flokkurinn er klofinn niður í rót og stuðningsmennirnir flestir í andstöðu við forystuna.

En Steingrímur er ótrúlegur sjónhverfingarmaður. Ég held að fjölmenn samkoma eins og landsfundur VG myndi algerlega hafna þessari stefnu og sífelldu og lymskulegu svikum forystunnar við kjósendur flokksins.

Vonandi verður Landsfundur VG haldinn sem fyrst. En mér heyrðist að forystan ætli að reyna að draga það í lengstu lög því að þeir vita sem er að þeir gætu tapað málunum þar, þeir þola ekki lýðræðislega niðurstöðu, heldur rembast við að halda völdum á tæknilegum brellum.

Frestur er því á illu bestur finnst þeim því.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tillaga um að landsfundur yrði haldinn næsta vor var felld og STJÓRN flokksins falið að skoða málið!!

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband