Ákæran ekki byggð á gildandi lögum?

Jæja, þá er skrípaleikurinn hafinn og fyrir hann þurfum við skattgreiðendur að borga hundruð miljóna!

Það er reyndar spurning hvort ekki verði að falla frá málssókn. Forseti landsdóms virðist hafa komist að því að lög þau sem um landsdóminn gilda ná varla yfir þau mál sem Geir er ákærður um og hefur farið fram á það við dómsmálaráðherra að lögunum verði breytt!!

Það er auðvitað ekki hægt að breyta lögum afturvirkt. Þau lög sem giltu þegar Geir var ákærður hljóta að gilda um málsmeðferð hans.


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðfundur 100.000.000 + Stjórnlagaþing 300.000.000 + Landsdómur 200.000.000 = 600.000.000 í hreina sóun. Hefði frekar viljað sjá þessum fjármunum varið í mennta- og heilbrigðiskerfið!

Björn (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband