Hvar er Gylfi Arnbjörnsson?
20.11.2010 | 07:03
Það er ágætt ef atvinnurekendur eru farnir að standa vörð launþega, ekki veitir af. ASÍ og flest stéttafélög hafa ekki staðið sig sem skildi í þeim efnum.
Það er með ólíkindum hvað forseti ASÍ er undirgefinn stjórn Jóhönnu og sýnir þetta og sannar enn eina ferðina að pólitískir flokkadrættir ráða frekar för í herbúðum ASÍ en hagsmunagæsla launþega!
Gylfi Arnbjörnsson ætti að skammast sín og segja af sér sem forseti ASÍ, hann getur örugglega fengið eitthvað gott starf hjá vinum sínum í ráðuneytum Samfylkingar. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem einhver er ráðinn þar eftir flokksskírteini!!
Kaupmáttur rýrnar um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er sammál þér með það hvað stéttarfélögin í landinu eru flesst orðin máttlaus og rænulaus í að tala fyrir hönd sinna félagsmanna. Maður heyrir eiginlega bara í formanni verkalýðsfélags Akranes berjast fyrir fólkið sitt og berjast við sofandi ASÍ. En það er auðvitað reynt að þagga niður í honum innan ASÍ.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.