Nú þarf að stofna nefnd til að velja hvaða tillaga er best.

Ríkistjórnin þurfti eggjakast og tunnuslátt til að vakna af svefinum. Draumarnir um hið fagra ESB voru of góðir, svo þjóðin varð að vekja hana.

Nú, rúmum fimm vikum seinna koma loks fram tillögur frá embættismannagenginu sem stjórnin ákvað að láta fara yfir vandann. Alls níu tillögur koma fram, hvorki meira né minna. Nú er hægt að fara að  rífast um hvaða tillögur eru bestar og skynsamastar. Miðað við að embættismönnum tókst að eyða rúmum fimm vikum í að búa til þessar tillögur mun stjórnarflokkunum ekki verða skotaskuld úr því að nota nokkra mánuði til að komast að samkomulagi um hverja þeirra skal leggja fyrir þingið.

Á meðan er fjölskyldum hent á götuna og fólk sveltur heilu hungri!!

Getuleysi og ákvarðanafælni stjórnarinnar er algjört. Burt með þessa stjórn og kosningar atrax!!

 


mbl.is 9 leiðir vegna skuldavandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Guðmundur, ég geri ráð fyrir að þetta sé rétt hjá þér. Það er þó ekki þar með sagt að stjórnin og þingmenn stjórnarflokkanna sjái það eða séu sammála um að fara þá leið.

Því miður er maður hættur að hafa neina trú á vilja stjórnarinnar í þessu máli.

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2010 kl. 18:06

3 Smámynd: Pétur Harðarson

Þetta eru löngu orðin óþolandi vinnubrögð. Eins og þú segir Gunnar þá verða þessar tillögur settar í nefnd sem skilar ályktun sem fer aftur til stjórnarinnar og þaðan örstutt inn á þing. Síðan byrjar kvabbið um að stjórnarandstaðan sýni ekki samstarfsvilja. Ríkisstjórnin samþykkir svo að taka tillögur stjórnarandstöðunnar með í reikninginn og sendir allt heila klabbið í nýja hliðholla nefnd sem...

Ég er að vona að á þessum tímapunkti verði hávaðinn frá mótmælunum orðinn svo mikill að það þurfi að rýma alþingishúsið.

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar, læt það vera hvort ég hef rétt fyrir mér, en allavega hefur enginn ennþá bent mér á villu í útreikningunum. Athugið að aðferðin sem ég byggi útfærsluna á er tillaga Talsmanns Neytenda, sem var ein af þeim sem "sérfræðingahópurinn" ákvað að sleppa því að meta þrátt fyrir að hún sé líklega sú ódýrasta og skilvirkasta. Ég er fyrst og fremst að leggja mat á kostnaðinn við ákveðna meðaltalsleiðréttingu, burtséð frá því hvort hún dreifist jafnt (flöt niðurfærsla) eða ójafnt (t.d. miðað við verðmæti húsnæðis eða fjölskyldutekjur). Niðurstaðan er sú að hægt er að lækka skuldirnar um a.m.k. 14% án þess að það kosti krónu á heildina litið, en hvert prósent umfram það útheimtir mögulega fjárfestingu af hálfu ríkisins upp á 12 milljarða króna.

Athugið að ég tala um fjárfestingu hér en ekki kostnað því þessir peningar myndu aldrei hverfa úr ríkisbókhaldinu heldur færast einfaldlega af einum lið yfir á annan, peningar í aðra átt og eignir í hina. Ríkið fær semsagt eitthvað fyrir sinn snúð, þ.e.a.s. vel stæðan Íbúðalánasjóð. Þegar þú fjárfestir í einhverju hefurðu í raun ekki tapað peningunum því þú færð eign í staðinn. Í bankakerfinu kostar slík bókhaldsfærsla engin útgjöld í peningum talið.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2010 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband