Gúanó kóngurinn farinn að aðstoða Jón Ásgeir á ný

Það er sorglegt hvernig farið er fyrir Bubba Mortens. Aumur málflutningur hans um hrunið og hatursblinda á Davíð Oddsyni hefur gert Bubba að aumum þræl Baugsveldis.

Hann segist ekki Baugs penni, en skrif hans segja annað. Í útvarpsviðtali sagði hann að einn maður beri alla ábyrgð, Davíð Oddson, að vísu sagði hann að útrásarvíkingarnir hefðu kannski nýtt sér ástandið helst til of mikið og þá aðallega Björgúlfsfeðgar. Hlægilegt væri að segja að eignarlaus maður sem Jón Ásgeir væri hefði átt nokkurn þátt í hruninu!

Heimildirnar sem hann segist hafa, geti allir séð á visir.is og Fréttablaðinu, þ.e. Baugsmiðlunum.

Vissulega á DO sinn þátt í hvernig fór, það eiga allir stjórnmálamenn síðustu tuttugu ár eða frá því að EES samningnum var nauðgað yfir þjóðina, undir dyggri handleiðslu Jóns Baldvins. Það voru þó ekki stjórnmálamenn sem rændu bankana, það gerðu þeir sem völdin höfðu þar og vissulega hafði Jón Ásgeir mikil völd í sínum banka, hann hafði meira að segja völd í hinum bönkunum líka.

Því eru það útrásarguttarnir sem sem eiga stæðstan hlutann í hruninu, ekki síst Jón Ásgeir!

Við hefðum alltaf lent í kreppu haustið 2008, hvernig sem stjórn landsins og bankana var. En hversu djúp hefði sú kreppa orðið ef bönkunum hefði verið stjórnað af skynsemi og ábyrgð? Við fáum sennilega aldrei endanlegt svar við því en þó má leiða líkum að því að Glitnir hefði staðið hana af sér ef ekki hefði verið búið að tæma allar hirslur þar, Kaupþing og Landsbanki hefðu sennilega sloppið ef ekki hefðu komið til Edge og Icesave, ef þeim bönkum hefði verið stýrt þannig að ekki hefði verið þörf á þeim glæpainnlánsreikningum.

Það er sama hvað Bubbi segir, höfuð sökunautar hrunsins eru útrásarguttarnir. Margir aðrir eiga einnig sök, bæði beint og óbeint en það voru útrásarguttarnir sem rændu bankana.

Það er tvennt sem Bubbi gerir með ágætum, hann er góður söngvari og lagasmiður og hann er ágætur þáttastjórnandi, þar sem hann tekur viðtöl við fólk í skemmtanabransanum og fer yfir sögu þess.

Bubbi á hins vegar að láta pólitík lönd og leið, hann mun aldrei verða metinn á því sviði!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband