Formaður Evrópusamtakanna viðurkennir að ekki sé fyrir hendi meirihluti þjóðarinnar um áframhaldandi ESB aðlögun!!

eu-flag-colorAndrés Pétursson formaður Evrópusamtakana ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni "Sönn lýðræðisást".

Hann gagnrýnir tillögu þá er nú liggur fyrir þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarferlinu inn í ESB. Hann segir meðal annars: "Í fyrsta lagi kemur þetta í veg fyrir að við fáum að vita hvað hægt er að fá út úr viðræðum". Það er einkum tvennt í þessari setningu sem vekur mann til alvarlegrar umhugsunar.

Í fyrsta lagi er þegar vitað hvað við fáum og því óhugnanlegt ef menn trúa því virkilega ennþá að hægt sé að fá einhverjar undanþágur. Forsvarsmenn ESB hafa kveðið skýrt á um þetta, hugsanlega mun verða hægt að fá einhverjar frestanir til skamms tíma en eingöngu í þeim málum sem minna máli skipta.

Í öðru lagi gefur Andrés sér það að kosning um þetta mál muni leiða til þess að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Hann er í raun að viðurkenna það að ekki sé meirihluti fyrir aðildarumsókn. Kallast það ekki landráð þegar vísvitandi er verið að fórna stórum hluta af sjálfræði þjóðarinnar í andstöðu við vilja fólksins?

Stæðsti hluti greinarinnar er þó misheppnað grín. Hann leggur að jöfnu jafn alvarlegt mál sem aðild að ESB er, við ýmis innanríkismál hér hjá okkur, sum sem jafnvel eru breytileg frá ári til árs eða öllu heldur frá ríkisstjórn til ríkisstjórnar eins og skattamál!

Ekki fer mikið fyrir málefnaumræðunni hjá þessum manni!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband