Engar kjarabætur næstu tvö ár!!

Þetta er slæmt mál. Við munum sytja uppi með þennan mann í tvö ár enn.

Aumingjaskapurinn og kjarkleysið innan forustu launafólks er með ólíkindum. Auðvitað veit þetta fólk að launafólk ber ekki neitt traust til forseta ASÍ. Hann hefur sýnt það og sannað að honum er ekki treystandi. Því miður bar þessu fólki ekki gæfa til að koma honum frá.

Það verður þó að segja að það sé sigur fyrir Guðrúnu að fá þó 27% atkvæða, hún kemur lítt þekkt og býður sig fram á síðustu stundu. Hún á í höggi við mann sem hefur stuðning stórra afla í samfélaginu svo sem félag atvinnurekenda, stjórnvalda, fjármagnseigenda að ógleimdum heilum sjórnmálaflokk. Að auki hefur hann haft aðgang að fjölmiðlum eftir eigin geðþótta og farið mikinn í hrópum og köllum þar. Hrópum og köllum sem eiga það sammerkt að vera í raun gagnrýni á störf hanns sjálfs!!

Gylfi þakkaði fyrir stuðninginn, þrælsóttinn gaf honum fylgið og má hann vel þakka það. Hann sagði við þetta tækifæri að mótframboð og gagnrýni særi þó ekki blæði. Honum væri hollt að hugsa til allra þeirra sem eru sárir vegna getuleysis hans til að standa vörð um hagsmuni þeirra. Þau sár eru mun dýpri en smá skeina eftir sanngjarna gagnrýni!!

Meiri líkur en minni eru á innbyrgðisátökum áfram innan ASÍ eftir þessa kosningu. Jafnvel gæti svo farið að samtökin gætu liðast í sundur. Síst má launafólk við því að skærur séu innan þeirra samtaka, nú á þeim tímum sem samstaðan skiptir öllu.

Það er spurning hvernig þessi kosning hefði farið ef framboð Guðrúnar hefði komið fram fyrr og verið vel kynnt bæði fyrir fulltrúum stéttafélaganna sem sytja ársfundinn sem og almennu launafólki.

 


mbl.is Gylfi endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt 100% rétt hjá þér. svartur dagur í sögu ASí

Jon (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:01

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það má nú segja. Afturhaldið sigraði, - því miður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband