Síðustu forvöð!!
19.10.2010 | 16:20
Nú reynir á kjark þingmanna VG. Þora þeir að standa á sinni sannfæringu eða láta þeir valdasjúkann formann sinn stjórna sér eina ferðina enn?
Þingmenn Sjálfstæðis og Framsóknar ættu ekki að verða í vandræðum með að samþykkja þessa tillögu. Hún er samhljóða þeim samþykktum um aðildarumsókn sem þessir flokkar gerðu fyrir síðustu kosningar, að fara skildi fram tvöföld kosning um málið.
Það eru einungis Samfylkingarfólk sem hafa tekið eindræga afstöðu til aðildar, jafnvel svo að sá flokkur hefur látið allt annað vera og vill helst ekki þurfa að skipta sér að neinu nema því sem hjálpað gæti við inngöngu.
Því ætti þessi tillaga að fá samþykki á þingi, þ.e. ef þingmenn ætla að standa við það sem þeir lofuðu sínum kjósendum.
Vissulega eru aðildarsinnar ekki hrifnir af svona kosningu núna og hætt við að sumir sjái eftir því að hafa ekki látið kjósa um þetta mál áður en af stað var haldið. Þá var auðveldara að telja fólki trú um að um samninga væri að ræða og jafnvel hægt að fá einhverjar undanþágur. Nú liggur hins vegar fyrir að engar varanlegar undanþágur eru í boði, einungis hugsanleg frestun á upptöku einhverra þátta aðildar. Lissabon sáttmálinn hefur reyndar tekið af allan vafa um þetta frá því hann var samþykktur en við vildum þó ekki trúa því. Allir fulltrúar ESB sem tjáð sig hafa um umsókn okkar hafa staðið fastir á þessu, jafnvel þegar bréfsnepillinn var afhentur var okkur tjáð að ekki yrði um neinar varanlegar undanþágur að ræða.
Að leyfa fólkinu í landinu að kjósa um þetta mál er ekki nema sjálfsagt. Ef svo ólíklega vildi til að tillagan verði felld af þjóðinni, geta stjórnvöld haldið aðlögunarferlinu áfram með þokkalega góðri samvisku. Ef hún verður samþykkt er hægt að nýta það fé sem verið er að nota í þetta ferli, til annara og betri þarfa. Til dæmis til að halda uppi grunnþjónustu í landinu!
Þetta er í raun síðasti séns til að kjósa um þetta mál á grundvelli þjóðarinnar. Þegar er vitað hvað er í boði, það er ekki um neinn poka að ræða til að skoða í eftir að "samningar" hafa verið gerðir. Því geta landsmenn tekið afstöðu til málsins, hvort þeir vilja afsala flestum sínum réttindum strax og restinni síðar, eða hvort þeir vilja vera óháðir áfram og leita eftir samstarfi og samvinnu við evrópuþjóðir á jafnréttisgrunni.
ESB hefur þegar samþykkt stórar upphæðir til aðstoðar við aðlögunina. Stór hluti þessa fjár er beinlínis ætlaður til "kynningarmála". Það er hætt við að við andstæðinga aðildar munum hafa lítið að segja í áróðursmaskínu ESB. Því má með sanni segja að eftir að þetta "kynningarstarf" fer í gang sé í raun teningunum kastað, ekki verði aftur snúið.
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega á að draga vitleysuna til baka og strax. Voru stjórnarflokkarnir ekki að brjóta stjórnarskrána með þessari umsókn?? Stjórnarskráin sem á að verja okkur gegn hættulegum stjórnmálamönnum.
Elle_, 19.10.2010 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.