Afskrift upp á 868 miljónir?

Íbúðalánasjóður leysti til sín 44 íbúðir á 40 mínútum á uppboði sýslumanns í Kópavogi.

Hver íbúð fór á 3 miljónir eða 132 miljónir samtals, á þessum íbúðum hvíldi hins vegar 1000 miljónir! Því má segja að sjóðurinn hafi afskrifað 868 miljónir á 40 mínútum!

Vissulega er þetta einföldun, sjóðurinn mun væntanlega fá eitthvað meira fyrir þessar íbúðir í endursölu en þó aldrei fyrir allri kröfunni. Það sem er þó alvarlegra í þessu dæmi er að þetta uppboð eitt og sér mun lækka fasteignamatið. Ef mörg slík uppboð eiga eftir að fara fram geta þau haft alvarlegar afleiðingar.

Lækkun á fasteignamati mun leiða til þess að fleiri komast í þá stöðu að veðhæfi þeirra minnkar, þegar veðhæfið er komið undir áhvílandi lán eykst hættan á að greiðsluvilji minnki. Það eru allir sammála um að tal um minnkandi greiðsluvilja er ljótt, en við verðum að horfa á raunveruleikann. 

Það er með ólíkindum ef fólk sér ekki hvert stefnir, þarna er um að ræða eitt dæmi, hversu mörg þau eiga eftir að verða veit enginn. Það er þó ljóst að þær aðgerðir sem enn hafa komið fram munu ekki stöðva þessa þróun, þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðið upp á hingað til eru allt of hægvirkar, auk þess sem ekki hefur verið neitt horft á réttlætissjónarmið í þeim. Þær lausnir miða allar að því að lántakendur borgi sín stökkbreyttu lán, bara spurning hvernig. Jafnvel er boðið upp á lengingu lána í allt að 70 ár, það sér hver maður hvers konar rugl það er!

Frumvarp stjórnvalda um fyrningu gjaldþrots á tveim árum er ágætt og í raun bráð nauðsynlegt vegna annarar hjálpar sem í boði er. Þó er ekki séð annað en að lánastofnanir geti tekið upp aðferð ríkisins, gera árangurslaust fjárnám og haldið skuldum þannig opnum. Það er í valdi lánveitanda að óska eftir gjaldþrotaskiptum, lögin virka ekki fyrr en gjaldþrot hefur orðið. Svo er einnig spurning hvort þessi lög taki á því að fólk komist af vanskilaskrá og svörtum listum lánastofnanna. Það er lítið gagn af því ef ekki er tekið á þeim málum einnig.

Ef stjórnvöld ætla að halda þeirri stefnu að hjálpa fólki ekki fyrr en það er svo djúpt sokkið að ekki verður við neitt ráðið, munu allar aðgerðir þeirra verða mjög dýrar og að auki ekki gagnast neinum af viti. Það mun leiða til þess að við munum eiga mun erfiðara með að komast út úr kreppunni.

Það er alvarlega farinn að læðast að manni sá grunur að núverandi stjórn sé meðvitandi að koma þjóðinni í þann vanda að ekki þurfi að kjósa eða semja um ESB aðild. Einfaldar sé að nýta þessa kreppu til að koma okkur það djúpt niður að við verðum ekki sjálfráða ríki og megum því þakka fyrir ef einhver vill taka við okkur!!

Maður spyr sig!!


mbl.is Bauð upp 44 íbúðir við Vindakór á 40 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fór thetta uppbod fram?  Var hver eign bodin upp sérstaklega? Vildi enginn annar bjóda vegna áhvílandi skulda? 

Er thetta thá ekki bara edlilegt ferli?  

Ertu búinn ad fá svar frá sjálfum thér vid spurningunni?

? (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband