Sértækar eða samræmdar?

Sértækar aðgerðir leiða alltaf til þess að fólki finnist því mismunað. Að hjálpa Jóni af því hann er kominn á hausinn en ekki Sigga sem berst í bökkum, er ekki réttlæti. Hugsanlega getur Siggi barist áfram en hann mun enda í sömu sporum og Jón á endanum.

Flöt niðurfelling, sérstaklega ef hún hefði verið framkvæmd strax, hefði bjargað þeim sem bjargandi var. Hinir sem þessi aðgerð hefði ekki dugað fyrir voru þá í raun komnir á hausinn löngu fyrir hrun. Hellstu rök þeirra sem voru á móti þessari leið voru að þá fengju þeir niðurfellingu sem ekki þyrftu á henni að halda. Nokkuð rétt, en það kæmi sér væntanlega vel þegar auka þurfti skattbyrgðarnar. Þá var í fleiri vasa að sækja.

Því lengri tími sem líður áður en gripið er til alvöru aðgerða, því dýrari verða þær. Það sem stjórnvöld hafa boðið, fram að þessu, er hvorki fugl né fiskur. dJóga undrast hvað fáir hafa leitað eftir úrræðum stjórnvalda, hún þarf ekki að undrast það, fólk vill frekar fara á hausinn strax en nýta þau úrræði.

Í flestum tilfellum er betra fyrir fólk að missa eign sína en að þyggja þær lausnir sem stjórnvöld bjóða upp á. Það er harðneskjulegt að segja svona en staðreyndirnar tala sínu máli.

Því verða stjórnvöld að viðurkenna að úrræðin sem þau hafa boðið hingað til, eru ekki til hjálpar neinum. Strax þarf að gera eitthvað raunhæft, eitthvað sem dugir fólki, eitthvað sem hjálpar líka þeim sem ekki eru komnir á brún hengiflugsins en stefna hraðbyr þangað.

Ef slíkar lausnir kosta 200 miljarða verður svo að vera. Það er lítið gagn fyrir þjóðina ef almenningur fer á götuna, flestir færu reyndar úr landi til að leita fyrir sér annarsstaðar. Þá er hætt við að tapið fyrir þjóðina verði mun meira en 200 miljarðarðar að ekki sé talað um tap lánastofnana.

Sértækar aðgerðir duga ekki, þær leiða til ósættis og eru allt, allt of þungar í vöfum. Samræmd lausn er eina rökrétta lausnin. Við erum þegar búin að eyða tæpum tveim árum í að reyna að leysa vandann með sértækum aðgerðum. Vandamálið stækkar bara og stækkar á meðan. Þetta er eins og hundur sem eltir skott sitt, hann hleypur hring eftir hring og nær því aldrei.

Þessi stjórn hefur ekki dug né vilja til að viðurkenna mistök sín, því verður hún að víkja!!

 


mbl.is Brot af tapi heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband