ESB mótmæli

Ég hef alla tíð verið á móti ofbeldi, hvort heldur er við mótmæli eða annað. Friðsöm mótmæli virðast oft ekki miklu skila en þó eru þau mun beittari. Það er erfitt að siga lögreglu á fjölskyldufólk sem ber tunnur.

Það er hins vegar umhugsanavert þegar ráðamenn hlusta ekki, þegar þeir hlusta ekki á friðsöm mótmæli eru þeir í raun að kalla eftir ofbeldi. Það er jú takmarkað hvað fólk lætur bjóða sér.

Skatti og dJóga hafa verið einstaklega ófyrirleitin, þau hafa ekki hlustað á fólkið. Nú, þegar þau eru orðin hrædd, á loks að taka tillit til fólksins. Það er því miður of seint, þau fengi sinn séns en klúðruðu honum.

david-cannon-spraying-manure-pic-rex-947349650Því er spurning hvort ekki sé kominn tími til að sýna þeim hvernig þegnar ESB mótmæla. Frakkar hafa verið einstaklega iðnir við mótmæli, þeirra aðferðir hafa verið nokkuð "óhreinar", en algengt er að þeir noti húsdýraáburð við mótmæli. Þar sem dJóga og Skrípli eru svo sækin í að komast undir ESB væri kannski rétt að leyfa þeim að finna hvernig alvöru ESB mótmæli fari fram!!

 


mbl.is Húsfyllir á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband