Formaður félags atvinnurekenda
7.10.2010 | 00:09
Formaður félags atvinnurekenda gagnrýnir stjórnvöld og þó einkum að þessi stjórn skuli kenna sig norrænt velferðarsamfélag. Það er mikið til í þessari gagnrýni, reyndar held ég að launafólk sé fyrir löngu búið að átta sig á þessari staðreynd.
Formaðurinn gagnrýnir einnig niðurskurðinn í heilbrigðisgeiranum en umhugsunarvert er þó að hún skuli bera saman sauðfjárbúskap og styrki til hans í því sambandi. Er hugmyndaflug hennar ekki ríkara en það, að til að minnka niðurskurðinn hjá sjúkrahúsum á landsbyggðinni eigi að minnka styrki til sauðfjárbúskapar. Er hún svona sannfærð að landsbyggðafólk eigi að bera þessar birgðar.
Það væri náttúrulega alveg brilljant að skera niður styrki til landbúnaðar. Þá leggjast byggðirnar af, ekki lengur þörf á sjúkrahúsum út um landsbyggðina og ríkið græðir tvöfallt!!
Fáar stéttir hafa á undanförnum árum þurft að taka á sig eins miklar birgðar og bændur. Styrkir hafa verið minkaðir mikið undanfarin ár og nú svo komið að ekki verður lengra gengið ef halda á uppi Íslenskri matvælaframleiðslu. Þessi þróun var byrjuð löngu fyrir hrun og því hægt að segja að bændur séu búnir að taka á sig sinn hluta hrunsins og gott betur en það.
Hún spyr hvers konar byggðastefnu við viljum. Það er ljóst hvernig byggðastefnu hún aðhyllist.
Hvers vegna nefnir formaðurinn ekki þann peningaaustur sem fer í ESB aðlögunina? Þvert á móti vill hún halda því áfram. Hvers vegna nefnir hún ekki að utanríkisþjónustan er ekkert látin draga saman? Þar er mörg holan sem hægt er að grafa í. Hvers vegna nefnir hún eingöngu landbúnaðinn?
Er hugsanlegt að formaður félags atvinnurekenda sé með dulbúinn áróður gegn landbúnaði og með inngöngu í ESB?!
Ég hvet alla til að lesa viðhengið hérna. http://mbl.is/media/16/2316.pdf
Ekki á braut velferðarsamfélags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.