Skattagrímur

Það er margt sem Steimgrími finnst, það er einnig margt sem Steingrími fannst, fæst af því stemmir þó saman í dag. Það er með ólíkindum hvað maðurinn hefur svikið sjálfan sig og kjósendur sína, til þess eins að fá að setjast í ráðherrastól. Enn meiri ólíkindi eru að hann skuli komast upp með þetta.

Enn er hann þó þeirrar skoðunar að flatur skattur sé ósanngjarn. Það er hans skoðun og hefur hann fullan rétt á að hafa hana. Honum er samt með öllu óheimilt að ljúga að fólki, en það gerir hann í tíma og ótíma með því að halda því fram að flatur skattur, óháð tekjum, leiði til ójöfnunar! Skattur er reiknaður sem prósenta, því getur það ekki leitt til ójöfnuðar ef allir borga sömu prósentu af sínum launum.

Hitt er annað mál að margir telja að hinir efnameiri eigi að leggja meira til samneyslunnar, á það get ég vel fallist. Þá eiga menn að segja það, ekki vera að ljúga að fólki. Ef það er vilji til að hinir efnameiri borgi meira til samneyslunnar er hægt að nota skattkerfið til þess. Það ber þó að fara varlega í þeim málum, slíkar aðferðir flækja skattkerfið og flókið skattkerfi er verr sett gagnvart þeim sem af ásetningi vilja komast hjá því að greiða sína skatta.

Besta leiðin til að ná þessu markmiði er að lækka skattbyrgði þeirra lægst launuðu. Þetta hefur verið gert hér á landi um nokkurn tíma í gegn um skattleysismörk og ýmsar skattaívilnanir. Þetta er eina raunhæfa leiðin og á að efla hana. 

Skattkerfið á að vera einfalt og gagnsætt, flókið kerfi leiðir til undandráttar og erfitt og dýrt að koma í veg fyrir það. Ef menn vilja að þeir efnameiri borgi hlutfallslega meira til samneyslunnar á að gera það með því að flækja kerfið neðan frá, með skattaívilnunum fyrir láglaunafólk, ekki flækja það ofan frá með margþrepa skatti. Ástæðan er einföld, hinir efnameiri hafa meiri og betri tök á að svindla á kerfinu en láglaunafólkið!

 


mbl.is Steingrímur var andvígur sparnaðarskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér utan við fyrstu málsgreinina, þeir sem eiga peningana ráða snjalla menn til að komast hjá því að borga skatta og gjöld, samanber Tortola og eignarhaldsfélagsflækjur. Lestu síðustu tvær málsgreinarnar í fréttinni, það er búið að bæta við athugasemd frá aðstoðarmanni fjármálaráðherra.

Hörður Már (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott ef aðstoðarmaður fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér um fjármagnstekjuskattinn.

Hitt stendur þó eftir að tekjuskattur er stighækkandi í prósentum eftir tekjum. Þessi aðferð er röng og leiðir af sér aukin útgjöld fyrir ríkið, letur til tekjuöflunar þeirra sem eru svo heppnir að hafa tekjur nálægt hátekjuþrepunum og eykur líkur á að þeir sem mestar tekjur hafa leiti leiða til að komast hjá skattgreiðslum.

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar Heiðarsson fyrir ljóst mál og rétt.  Það er með ólíkindum hvað þessum Steingrími líðst. 

Ef hann hefði verið á Vopnafirði um 1960 þá hefðum við síldar drengirnir hent honum í sjóinn en ekki varnað landtöku og vopnfirðingur ein af gæsku sinni hefði skutlað honum heim til þurra fata. 

En nú er að því komið að stjórn Jóhönnu vitlausu og Steingríms hins fláráða verður að fara frá, öðruvísi lifir okkar samfélag ekki af.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.10.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband