Enn skal ráðist á landsbyggðina!

Hvað kostar svona kerfisbreyting? Hver er hagnaðurinn?

Samkvæmt fréttinni er helst verið að hugsa til framtíðar, þegar bílar með annarskonar eldsneyti en dísel og bensín verða alssráðandi. Þetta eru undarleg skilaboð, ef jafn dýrt verður að aka á innlendum orkugjöfum og innfluttum er um að ræða hreinar tekjur fyrir ríkissjóð. Ef jafn dýrt verður að aka á hreinum orkugjöfum og mengandi, er verið að gefa röng skilaboð til fólks.

Hver er ávinningur ríkissjóðs ef bílaflotinn gengur fyrir innlendum orkugjöfum? Nú er flutt inn eldsneyti fyrir um 200 miljarða á ári. Hvað sparar ríkið mikið ef það getur notað þennan gjaldeyri í annað?

Það er út í hött að ætla að skattleggja inlendan orkugjafa til jafns við innfluttan.

Kerfisbreyting sem þessi er mjög kosnaðarsöm, væntanleg mun kostnaðurinn að stórum hluta lenda á bíleigendum en það er kosnaður fyrir þjóðarbúið fyrir því. Gjaldeyrir sem þarf að eyða í búnaðinn verður ekki tekinn upp af götunni.

 

Það er ljóst að til að byrja með verða lagðir skattar á umferð ákveðinna vegarkafla með tollhliðum. Ekki verða skattar á eldsneyti lækkaðir á móti. Því munu akstur um þessa vegakafla verða tvískattaður. Slíka tvísköttun hafa þeir sem aka Hvalfjarðargöngin þurft að greiða, þó er ljóst að ríkissjóður hefur sparað mjög háar upphæðir til viðhalds og endurbyggingar á veginum um Hvalfjörð. Miðað við þá umferð sem nú er, sérstaklega þungaumferð, er ljóst að vegurinn um Hvalfjörð bæri hana ekki og líklega væri búið að henda meira fé til viðhalds á honum en Hvalfjarðargöngin kostuðu.

Tollar og gjöld af eldsneyti til ríkisins eru til vegagerðar. Sumar álögurnar voru beinlínis settar til ákveðins verkefnis. Aldrei hafa þau þó verið tekin af aftur. Það er spurning hvort stjórnvöld hafa yfirleitt heimild til að nota þessar álögur til annars en í vegakerfið!

Tollar og gjöld á eldsneyti er landsbyggðarskattur. Það harmonerar vel við aðrar aðgerðir stjórnvalda að ætla að sækja meira fé þangað. Líkur á að þessi gjöld verði að fullu afnumin þó GPS skattur komi eru engar. mun sterkari líkur eru á að hann verði hrein viðbót!!

 


mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband