Hvar eru verkalýðsfélögin?

Hvar eru verkalýðsfélögin núna? Hvernig væri að Gylfi Arnbjörnsson skriði nú undan borðinu og léti heyra í sér?

Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld oftar en ekki komið að lausn kjaradeilna, sérstaklega eftir að  "þjóðarsáttin" var gerð í byrjun tíunda áratugarins.

Þær lausnir sem stjórnvöld hafa getað komið með til hjálpar svo hægt hafi verið að klára samninga hafa verið á sviði skatta og ýmissa ívilnina og þá gjarnan til þeirra sem lærra eru settir í launum. Fæðingarorlof, barnabætur og vaxtabætur hafa gjarnan verið notaðar í þessu sambandi.

Það má vera að svo illa sé komið fyrir okkur að skerða þurfi þessar kjarabætur launafólks, en fráleitt er að stjórnvöld geti einhliða tekið þá ákvörðun ekki frekar en að atvinnurekendur geti lækkað laun niður fyrir umsamda taxta. Samningur er samningur og ber öllum aðilum hans að virða það. Ef einn aðilinn ákveður einhliða að rjúfa þann samning er hann fallinn og enginn lengur bundinn af honum!

Stjórnvöld verða að átta sig á því að nú liggur fyrir að semja þarf við stæðstan hluta launþega á næstu mánuðum. Einhliða ákvörðun um að rifta þeim hlutum sem stjórnvöld hafa lagt til samninga hingað til, gerir það að verkum að enn erfiðara verður að ná nýjum samningi. Aðkoma stjórnvalda að þeim samningi verður litin sem brandari enda ekki hægt að treysta nokkru frá þeim!! Því er líklegt að stjórnvöld séu með framkomu sinni að stuðla að verkföllum eða einhverju enn verra. Varla hefur þjóðarbúið efni á að verkföllum núna. 

Hvers vegna heyrist ekkert frá forkólfum launafólks? Það er vitað að Gylfi Arnbjörnsson og Guðmundur Gunnarsson eri innvígðir í krataklúbbinn. Getur verið að formenn stéttafélagana séu það í flestum tilfellum? Getur verið að "tærri vinstrisjórn" leifist að níðast á launþegum vegna þess að stjórnmálaflokkar á vinstri væng hafa tögl og haldir í stjórnum stéttafélagana?

Einn er sá formaður stéttarfélags sem ekki lætur pólitík þvælast fyrir sér og hefur hann sýnt það í verki. Hann er formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Ég skora á formenn annara stéttafélaga að láta í sér heyra og sýna það og sanna að þeir beri hag félagsmanna sinna fyrir brjósti. Þeir sem ekki láta verkin tala eru annaðhvort gungur eða pólitískar undirlægjur. Hvort heldur er munu þeir fá að gjalda þess!! Launafólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er!!

 


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu oft ætli Gvendur Jaki sé búinn að snúa sér í gröfinni ???

Nína Björg (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 11:46

2 identicon

Verkalíðsfélögin hafa mörg meiri áhyggjur af stórufiskunum sem fengu óunna yfirvinnu og allskonar fríðindi og sérsamninga langt umfram venjulega kjarasamninga.  Þeir eru enn að dunda sér við að skrifa ráðherrum bréf og kröfur um að virða stöðugleika sáttmálan fyrir hönd þessa fólks sem gerði með sér sér samninga og gerði almenna kjarasamninga og okkur hin að fíflum.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 17:37

3 identicon

Var þetta ekki flott nöldur?

Jonsi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband