Enn við sama gamla heygarðshornið

Enn rembist Steingrímur, hann ætlar að setja landið á hausinn með forheimsku sinni.

Hærri skattar, meira atvinnuleysi, fleiri fyrirtæki í þrot og fleiri fjölskildur á götuna! Þetta er innihald handónýtra fjárlag, sem í þokkabót eru svo illa unnin að hann fattar ekki einu sinni að búið er að breyta stjórnsýslunni.

Hann talar um hrunfjárlög, væntanlega til að reyna að kasta ábyrgð þeirra yfir á fyrri ríkisstjórn. Staðreyndin er að þessi fjárlög eru svo slæm eru einungis ein: Steingrímur telur að við getum unnið okkur út úr kreppunni með skattaálögum. Það mun aldrei takast, við þurfum fyrst og fremst að skapa verðmæti, einungis þannig getum við komist út úr kreppunni. Núverandi stjórnvöld bera ein ábyrgð á þessum fjárlögum!!

Ef stjórnvöld hefðu ráðið við verkefni sitt væru hjól atvinnulífsins komin á fulla ferð núna, minna atvinnuleysi og betri kjör launafólks. Þetta er forgangsverkefnið!!

Að standa vörð um bankakerfið er virðingarvert, en það má ekki bitna á öllu öðru. Forsenda þess að standa vörð um það, er að taka til á þeim bænum, stoka upp bankakerfið frá grunni, fækka bönkum og henda út öllum þeim sem voru þar í ábyrgðarstöðum fyrir hrun. Í ljós hefur komið að spillingin innan þess hefur ekkert minkað, enn er þeim hampað sem komu landinu á kaldan klaka, enn eru í stjórnunarstöðum þessara stofnana fólk sem fremst stóð að hruninu. Það er til lítils að verja ónýtt bankakerfi, enn vitlausara er að verja slíkt kerfi ef ekki er eitthvað raunhæft er gert til hálpar fyrirtækjum og fjölskildum. Það er lítil þörf á bankakerfi ef allt annað er látið hrynja!!

Því má með sanni segja að þetta séu sannkölluð hrunfjárlög, ekki þó í þeirri merkingu sem Steingrímur telur, heldur vegna þess að hér mun allt endanlega hrynja verði þau að lögum!!

Hún er undarleg þessi "sjaldborg".

 


mbl.is Hin sönnu hrunfjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Hvað myndir þú gera í hans sporum?

 Kv,

Jóhann

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 13:33

2 identicon

Alvarlega að spá í að gerast atvinnulaus og fá mér svarta vinnu...

úff!

kristján (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband