Áfellisdómurinn er fyrst og fremst á núverandi þing!!

Vissulega má segja með vissu að það sé áfellisdómur yfir stjórnsýslunni og stjórnmálamönnum og að verklag stjórnsýslunnar hafi ekki verið nógu gott og hana skort formfestu.

Hvers vegna er stjórnsýslan og stjórnmálamenn þá ekki búin að laga störf sín? Hvers vegna er verklag stjórnsýslunnar ekki komið á betri veg?

 Þeir þingmenn sem telja að alþingi eigi að samþykkja ályktun þar um vegna starfa þess frá 2002 - 2007 ættu að huga að því að ekkert hefur enn lagast. Því ætti sú ályktun að vera til dagsins í dag!

Hvað með aðgerðir alþingis og stjórnvalda árin 1991 - 1993, þegar EES samningurinn var gerður og samþykktur. Er það ekki áfellisdómur hvernig vilji þjóðarinnar var sniðgenginn þá? Er ekki áfellisdómur að þjóðin skuli ekki hafa fengið að kjósa um þann samning? Svona mætti lengi telja, en verst er þó að EKKERT hefur lagast. Stjórnvöld vinna enn eftir því sem verst var talið í hrunskýrslunni.

Þingmenn og stjórnvöld; farið að vinna að því að nýta skýrsluna til betri verka og verklags. Hrunskýrslan er eitthvað það besta tæki sem nokkur stjórnvöld hafa fengið í hendur, þ.e. ef hún er notuð á réttan hátt. Ekki til hausaveiða heldur til uppbyggingar og lagfæringar á stjórnkerfinu.

Það má fullyrða að engin stjórn nokkursstaðar í veröldinni hefur fengið í hendurna slíkt vopn, ef stjórnvöldum hefði borið gæfa til að fara strax í að laga það sem aflaga fór og fengið þingið með sér, væri staða hennar sterkari í dag. Þess í stað ákváðu forsvarsmenn stjórnarinnar að nýta þessi gögn til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Þetta ber ekki merki um mikla stjórnkænsku! Nú situr annar aðilinn uppi með það vandamál að þessi ákvörðun er farin að narta í hælana á henni sjálfri og hinn horfir á að hugsanlega er stjórnarsamstarfið fyrir bí og afturkoma hanns á þing varla raunhæf.

Það bætir ekki ástandið hjá okkur þó einhverjir blórabögglar verði leiddir fyrir dóm, ekki minnkar fátæktin, ekki hjálpar það fyrirtækjunum, ekki mun það hjálpa þeim þúsundi sem eru á leið á götuna vegna uppboða á fateignum þeirra, ekki mun það auka þjóðarframleiðsluna og ekki eykur þetta atvinnu, nema kannski hjá lögfræðingum en þeir hafa svo sem nóg að gera.

Þingmenn verða líka að gæta þess að Landsdómur er vandmeðfarinn, ef hann verður kallaður saman vegna þessa máls er hætt við að búið sé að opna fyrir ófyrirsjáanlegar afleiðingar í framtíðinni. Það liggur fyrir að sumir þingmenn hafa sagt að þetta sé uppgjör við pólitíska hugmyndafræði undanfarinna ára. Það er ljóst að andstæðingar í pólitík sjá alltaf eitthvað slæmt í stjórnun andstæðingana og því gæti þetta verið upphafið að einhverju skelfilegu í Íslenskri pólitík.

Þeir seku þurfa vissulega að standa skil gerða sinna. Sérstakur saksóknari er að vinna að þeim málum. Þingmenn eiga fyrst og fremst að vera að vinna að því að koma okkur út úr þeirri kreppu sem bankahrunið skóp, samhliða því eiga þeir að laga það sem aflaga fór undan farin ár í stjórnsýslunni. Þegar þetta hefur verið gert á að snúa sér að því að kanna hvort einhverjir stjórnmálamenn eru sekari en aðrir í undanfara bankahrunsins! Ekki fyrr.

Stjórn sem ekki getur þetta er óhæf og á samstundis að segja af sér og boða til kosninga!!

 


mbl.is Áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnmálamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband