Hvaða ábyrgð?

Hvaða ábyrgð er Atli að tala um? Á hann við að það sé ábyrgðarleysi að kjósa gegn honum? Á hann við að hann einn viti stóra sannleikann og þeir sem samvisku sinnar vegna kjósa annað séu ábyrgðarlausir?

Ég hélt að umfjöllun um Landsdóm ætti ekki að vera flokssbundinn. Ég hélt að þingmenn ættu að taka sjálfstæðar ákvarnanir í þeim málum sem snúa að landsdómi. Ég vissi ekki að Atli Gíslason ætti að ráða hug þingmanna í þeim málum.

Kosningar nú eru hið besta mál, ekki vegna þessa máls heldur vegna getuleysis stjórnvalda. Þetta mál er bara eitt af öllum hinum sem stjórnvöld fara að stað með en ráða ekki við.


mbl.is Þörf á að endurnýja umboð þingmanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband