Skrípaleikur alþingis

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar spyr á þingi: "Hvaða mikilvægu mál hefði frekar átt að ræða í ríkisstjórn á árinu 2008 en einmitt þetta stóra vandamál sem horfði við íslenskri hagstjórn [stöðu bankakerfisins]?"

Ég spyr; hvaða mikilvægu mál ætti frekar að ræða í ríkisstjórninni og á þingi árið 2010 en það stóra vandamál sem blasir við heimilum landsins?

700 íbúðir munu fara á uppboð í næsta mánuði! Hvað eru margir einstaklingar þar að baki sem munu lenda á götunni?

Hæstiréttur hefur nýverið fellt dóm um að vextir Seðlabankans skulu vera á lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Með þeim dómi gerðist það sem sennilega er einsdæmi, sá aðilinn sem hafði verið dæmdur sekur um lögbrot fær dæmt sér í hag þannig að allur kostnaður sem af lögbrotinu hlýst fellur á þann saklausa! Þar að auki voru stjórnvöld tilbúin með frumvarp að lögum sem í raun staðfestu þennan undarlega dóm. Efnahgasráðherra hefur þegar sagt að það frumvarp hefði verið lagt fram sama hvernig dómurinn hefði fallið! Rökin eru þau að ekki skuli mismuna þeim sem tóku verðrtyggð lán, því skulu allir jafn illa settir. Allir vita að stæðsti hluti þeirra sem eru með verðtryggð lán munu ekki geta staðið skil á þeim til lengri tíma, reyndar eru margir þegar komnir fram á brún hengiflugsins.

Atvinnuleysið mun ná hæðstu hæðum á næstu mánuðum!

Stórfelldar hækkanir á sköttum og álögum frá ríki og bæ!

Stórfeldar hækkanir veitustofnana!

Stórfelldar hækkanir á öllum innfluttum matvælum!

Stórfelldar hækkanir hjá öllum þeim sem geta hækkað!

Og hvað dettur ríkisstjórninni helst í hug að gera? Jú við skulum framlengja stöðugleikasáttmálann! Með öðrum orðum, þeir sem minnst mega sín skulu fá að blæða enn frekar! Stöðugleikasáttmáli er í raun bara fastlaunasáttmáli!!

Því hefði verið meira viðeigandi ef Oddný spyrði frekar; hvaða mikilvægu mál ætti frekar að ræða í ríkisstjórninni og á þingi árið 2010 en það stóra vandamál sem blasir við heimilum landsins?

Nú er staðan á alþingi með þeim hætti að meirihlutinn er sundurtvístraður og óstarfhæfur og gerir frekar ógagn en gagn, stjórnarandstaðan er algerlega máttlaus. Sá þingmaður sem helst hefur látið í sér heyra undanfarið og flutt sitt mál af rökfestu er Lilja Mósesdóttir þingmaður VG. Það er léleg stjórnarandstaða sem leyfir stjórnarþingmanni vera helsta talsmann stjórnarandstöðunnar!

Það er því ljóst að á þingi sitja að stæðstum hluta nú duglausir og kjarklausir þingmenn. Stjórnin algerlega óhæf til alls og stjórnarandstaðan lítið skárri þar sem hún lætur þetta viðgangast. Ef einhver dugur væri í stjórnarandstöðunni væri hún búin að tryggja sér meirihluta fyrir vantrausttillögu á stjórnina!

 


mbl.is Staðan ekki rædd í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband