Hefndarþorsti fjármálaráðherra

Menn virðast vera búnir að tapa sér í hefndarþorsta.

Vissulega voru gerðir stjórnvalda ekki til fyrirmyndar síðustu misserin fyrir hrun, en það er nokkuð ljóst að nokkuð hefði verið sama hvernig á málum hefði verið haldið, glæpamennirnir í bönkunum hefðu alltaf fundið leið til að ræna þá innanfrá. Til þessa verks voru þeir með her lögfræðinga.

Það voru stjórnendur bankanna sem komu hruninu af stað. Það eina sem stjórnmálamenn hefðu getað gert var að yfirtaka bankanna fyrr, en fyrir því var ekki stjórnmálalegur vilji. Andstæðingar þess voru einkum þingmenn Samfylkingar, en eins og vitað er var þeim flokki haldið uppi af hrunverjum, þó einhverjir styrkir hafi einnig fallið til annara flokka.

Þegar loks var tekið af skarið og bankarnir teknir yfir af ríkinu voru margir andsnúnir þeirri aðgerð, þó var það ekki gert fyrr en of seint. Það er hætt við að ef stjórnvöld hefðu tekið af skarið fyrr, áður en það var of seint, hefði andstaðan verið enn meiri.

Ef þessir fjórir þingmenn verða dæmdir sekir fyrir vanrækslu í starfi má allt eins sækja alla þingmenn til saka,  frá árinu 1994 þegar EES samningurinn var samþykktur til dagsins í dag. Það er ljóst að ráðherrar og þingmenn hafa verð sofandi á vaktinni allann þann tíma og tekið upp hinar ýmsu reglur og lög EES samningsins þegjandi og hljóðalaust. Varla hefur nokkurn tímann verið spáð í hvaða áhrif þær reglu og þau lög hefðu hér hjá okkur og enn síður reynt að fá undanþágur á grundvelli aðstæðna hér. Reyndar eru þeir sem samþykktu samninginn án þess að kanna vilja þjóðarinnar, sekastir allra!

Það er ljóst að Atla nefndin var sett af kröfu fjármálaráðherra, hefndarþorsti hanns er með ólíkindum og vonast hann sennilega til að geta með þessu þurkað út andstæðinga sína í stjórnmálum. Best væri að þessir ráðherrar sem meirihluti nefndarinnar telur seka væru dæmdir sekir, það mun létta næstu stjórn að draga núverandi fjármálaráðherra fyrir sama dóm. Sakir hanns í starfi eru enn meiri en þeirra sem nú á að rétta yfir, sakir hanns eru verri þar sem hann hafði söguna fyrir framan sig en kaus að líta fram hjá henni og stjórna eftir eigin geðþóttaákvörðunum!!

Hefndarþorsti gegn pólitískum andstæðngum og undirlægjuháttur fyrir fjármagneigendum (skiptir þar einu hvort þeir fjármagneigendur söfnuðu sínu fé eða stálu því) hefur einkennt stjórnarháttu núverandi fjármálaráðherra!!

Það er öllum ljóst að ef þessir ráðherrar verða sakfelldir eru allir ráðherrar hrunstjórnarinnar sekir af sama glæp og ber því að draga þá fyrir dóm. Meðal þeirra eru núverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Núverandi utanríkisráðherra tók með beinum hætti þátt í aðgerðum stjórnvalda gegn bönkunum síðustu misserin fyrir hrun. Það vita allir sem vilja vita að Ingibjörg, Össur og Jóhanna tóku öll völd af þáverandi bankamálaráðherra og héldu honum utan allra upplýsinga um hvað væri í gangi.

Aðalmálið er þó að þeir sem stóðu að hruni bankanna voru eigendur þeirra. Þeim tókst með glæpsamlegum hætti að ræna bankana innan frá. Því eigum við að einhenda okkur í baráttunni við þá. Til þess höfum við sérstakan saksóknara og treysti ég honum fullkomlega. Málin eru stór og yfirgripsmikil og nauðsynlegt að þau séu lögð fram með þeim hætti að lögfræðistóð glæpamanna geti ekki komið þeim frá dómi á einhverjum forsemdum um óvandaðan undirbúning.

 


mbl.is „Ekki traustvekjandi tillaga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þarna sagðir þú nokkuð rétt Gunnar, en það sem skiptir okkur höfuð máli er að skilja til hlítar atburðarrásinna  og hvernig má koma í veg fyrir að það sama endur taki sig A.M.K á okkar lífstíð,  því að allt endurtekur sig eins og þú veist að gerist  þegar fennir yfir minningarnar.   

Okkur vantar enga sökudólga, heldur fólk sem þorir að segja það sem þarf.   

Það má alveg senda þeim ábendingar sem á sannast vanræksla eða klaufaskapur. 

En þegar allar þær upplýsingar sem leitað hefur verið eftir eru komnar á borðið og skilgreindar þá má kæra þá sem eru staðnir að yfirhylmingum við rannsókn málsins.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hrunskýrslan var ágæt á sinn hátt. Hana á fyrst og fremst að nota til að breyta því breyta þarf í stjórnsýslunni, ekki til að leita sökudólga.

Þegar stjórnvöld hafa sýnt það í verki að þau fari eftir þeim ábendingum sem fram komu í skýrslunni og breyta samkvæmt því, er fyrst hægt að trúa þeim. Fyrr ekki. Þegar því markmiði er náð að almenningur er farinn að treysta stjórnvöldum er hægt að fara að skoða hvort einhverjir hafi gerst brotlegir við stjórnsýsluna.

Því miður eru verk og athafnir núverandi stjórnvalda með þeim hætti að jafnvel þeir sem verst létu fyrir hrun myndu skammast sín og ekkert lát er á ósköpunum!

Varðandi hina raunverulegu sökudólga, glæpamennina sem komust yfir bankana, þá verður það mál að hafa sinn gang eftir þeim leiðum sem lög landsins segja til um. Þeim mun refsað að lokum.

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessir flokkar sem að vildu þó Landsdóm, klúðruðu samt tækifærinu á því hægt yrði að kalla hann saman án einhverra pólitískra samninga.

 Landsdómur verður ekki kallaður saman nema allir þeir flokkar er vildu Landsdóminn, hefðu komið sér sama um eina niðurstöðu.

Hvorug þessrra tillangna er liggja fyrir varðandi Landsdóm, hafa ekki þingmeirihluta. 

 Samfylkingin þarf annað hvort að ganga til liðs við hina flokkana og henda þar með Björgvini líka á bálið, eða þá að narra Vg. til fylgis við sina tillögu, hvort sem það þýði hótanir um stjórnarslit eða ekki.

 Það er í raun nægt verkefni fyrir þingið að laga það sem aflaga er í störfum þingsins.  Ég óttast samt að tími þingsins fari í allt annað varðandi þessa skýrslu, eins og tilraunir til að rannsaka eitthvað annað til að komast að annarri niðurstöðu og geta þá vondandi neglt einhverja aðra, bara til þess að geta neglt þa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.9.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband