Það er verið að hafa fólk að fíflum!!
11.9.2010 | 01:42
Gott innlegg í komandi kjaraviðræður!!
Það er ljóst að aðrar veitur eiga eftir að koma á eftir og hækka dreifingarkostnað hjá sér. Það er magnað að þetta skuli vera látið viðgangast. Hvaða rök hefur OR umfram aðra til að fá slíkar hækkanir.
Það er ljóst að ég þarf að minnsta kosti 30% hækkun á mínum launum vegna þess fjárhagslega tjóns sem ég hef orðið fyrir eftir hrunið. Ég þarf einnig að fá um 50% hækkun á ferðapeningnum sem ég fæ til að koma mér til vinnu, rekstrarkostnaður bílsins hefur hækka það mikið síðan ég fékk síðast hækkun!!
Það er ansi hætt við að minn atvinnurekandi myndi hlæja að mér ef ég kæmi til hanns og legði fram slíkar kröfur.
Hvernig má það vera að OR getur upp á sitt einsdæmi hækkað sínar gjaldskrár, þegar ljóst er að staða fyrirtækisins er svo slæm sem raun ber vitni, vegna offjárfestingar og vegna þess að eigendurnir tóku sér stóran arð út úr fyrirtækinu.
Var þessi arðgreiðsla til eigendana lögmæt? Samkvæmt hlutafélagalögum má ekki greiða arð út úr fyrirtæki nema sem hlutfall af hagnaði. Ber þá ekki eigendunum að endurgreiða OR arðgreiðslurnar?!
Samþykkir líklega hækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll já láttu ekki vaða yfir þig meir nú er nóg komið!
Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 02:24
Er ekki verið að vaða yfir þig, Sigurður?
Bjartmar Guðlaugs (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.