Áróðursvél ESB

Áróður er sterkt afl, áróður byggist fyrst og fremt á því að fegra hlutina og sjá til þess að þagga niður það ljóta.  Á tímum nazista í þýskalandi var ekki áróðursstríð, þar var eingöngu áróður og þeir sem voguðu sér að mótmæla voru umsvifalaust afgeiddir út úr þessum heimi. Sem betur fer eru það liðnir tímar, að minnsta kosti í hinum siðaða heimi.      

Áróðursstríð byggist hins vegar á fjármagni, sá aðilinn sem meira fjármagn hefur, vinnur undantekninga laust. Sá sem lítið fjármagn hefur má sín lítils í slíku stíði.

Nú er verið að setja upp stofnanir hér á landi á vegum ESB, stofnanir sem hafa það hlutverk að hjálpa stjórnvöldum í aðlögunarferlinu. Stofnanir sem hafa nánast ótakmarkað fé úr sjóðum ESB, stofnanir sem ESB hefur ákveðið að ríkissjóður Íslands leggi til 20% fjárframlag á móti því sem ESB sjóðirnir borga.

Fyrsta skipun frá ESB til þessara stofnana er að kynna fyrir Íslendingum kosti aðildar, með öðrum orðum, áróður! Hvernig í ósköpunum á að geta farið fram óhlutdræg og upplýst umræða um kosti og galla ESB aðildar þegar annar aðilinn hefur ótakmörkuð fjárráð til að koma sínum skoðunum á framfæri en gagnaðilinn hefur nánast ekki neitt.

Það dettur kannski einhverjum í hug að ESB muni verða með óhlutdrægan málflutning og telja fram bæði kosti og galla aðildar! Svo barnalegt getur fólk varla verið, ég vil að minnsta kosti ekki trúa því. Þegar Lissabon sáttmálinn var felldur af Írsku þjóðinni sást hver styrkur og geta ESB er í áróðurstríði. Þá var áróðursmakínan sett á fulla ferð og loks samþykktu Írar sáttmálann með naumum meirihluta. Nú ætlar ESB í boði Samfylkingar að gera það sama hér!!

Það er sama hversu sterk rök menn hafa gegn því að ganga í ESB, það er sama hversu sterk rök menn hafa gegn því að taka upp evru, það er sama þó öll evruríkin færu á hausinn og jafnvel þó ESB myndi leysast upp, Samfylkingin mun samt reyna að koma okkur inn í ESB! Skipta þar engu hagsmunir lands og þjóðar. Í hugum Samfylkingarfólks eru engar "könnunarviðræður" í gangi, það eru aðildarviðræður (aðlögunarferli) og skiptir niðurstaðan þar engu máli, inn í ESB verður farið með góðu eða illu!!

Það er því aðeins ein leið til að koma okkur út úr þessari óheillaferð. Samfylkingin verður að fara frá völdum og sjá þarf til þess að sá flokkur komist aldrei aftur að. Ef það þýðir nýjar kosningar verður svo að vera. Ekki má þó bíða lengi, eftir að þessar áróðursstofnanir ESB hafa tekið til starfa hér á landi munu þær að sjálf sögðu verða kosningaskrifstofur Samfylkingar og hætt við að aðrir stjórnmálaflokkar megi sín lítils!

Það er einnig spurning hvort það standist stjórnlög og lög yfirleitt að stórríki geti komið inn í frjálst og fullvalda ríki og sett þar upp stofnanir til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri? Stenst það lög að stórríki geti skipað annarri fullvalda þjóð að leggja til fjármagn til þessara stofnana? Er það ekki þingsins að taka ákvarðanir um slíkar innkomur og afskipti annara þjóða af Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Um leið og þessi áróðursvél nær hér fótfestu þá er þetta spil búið.  Umburðarlyndi og kurteisi dugar ekki í þessu efni, hversu kær sem slík hegðan er okkur.

Fái þessi áróðursvél að rækta sitt illgresi hér á meðal okkar þá gerist það einn dag að sagt verður. 

Nú er svo komið og svo mikið búið að vinna í þessum málum að það er ekki hægt að snúa við.   Hvaða rök duga þá?

Hrólfur Þ Hraundal, 3.9.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband