Verkstjórn með sóma?

Það ber merki um einstaklega lélega verkstjórn þegar sá sem æðsta valdið hefur veit ekki um jafn mikilvæg mál og þetta.

Stjórn peningamála er eitt helsta verkefni hverrar ríkisstjórnar og eftir hrun bankanna má segja að það sé nánast eina verkefnið. Samt veit forsætisráðherra ekki um lögfræðiálit sem gæti skipt ríkissjóð tugum ef ekki hundruðum milljarða!! Kannski var hún svona upptekin af umsókninni í ESB. Vissulega heyra þessi mál ekki beint undir forsætisráðuneytið, en samt er það ráðuneyti æðst í stjórnsýslunni og forsætisráðherra verkstjóri ríkisstjórnarinnar. Hvers konar verkstjórn er þetta ?

Það má í raun einu skipta hvort hún vissi ekki af þessu áliti frá SÍ vegna þess að embættismenn eða samráðherrar földu það fyrir henni, eða hvort hún einfaldlega man ekki eftir því, í báðum tilfellum lýsir það algerri vanhæfni hennar til að leiða þessa stjórn. Undirmennirnir bera greinilega ekki það traust til hennar sem nauðsynlegt er, eða minnistap er farið að hrjá hana.

Jóhanna Sigurðardóttir var sá þingmaður sem hafði hvað mesta traust kjósenda. Það er því leitt að sjá hversu illa hún hefur brugðist, hverju sem er um að kenna. Sumir geta einfaldlega ekki stjórnað, jafnvel þó þeir séu ágætlega hæfir í starfi.

Ef Jóhanna telur sig geta borið við svona ódýrum rökum, um að hún hafi ekki vitað hvað undirmennirnir voru að gera, geta þeir menn sem stjórnuðu bönkunum fyrir hrun allt eins notað sömu rök!!


mbl.is Vissi ekki um lögfræðiálitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sem "verkstjóri" ber Jóhönnu að sjá til þess, að þeir sem að þessum málum komu, axli ábyrgð. 

 Hafi hún ekki, vilja, þor eða kraft til þess, ber henni að skila inn umboði sínu og sinnar ríkisstjórnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.8.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband