Siðblinda stjórnmálamanna

Þessi frétt kemur fáum Akurnesingum á óvart, oddviti flokksins er siðblindur og holdgerfingur spillingar í stjórnmálum. Margir gamlir og trúir kjósendur kosu ekki flokkinn vegna þessa manns.

Það eru skýr skilaboð til stjórnmálamanna, sérstaklega oddvita á lista, þegar nærri 21% þeirra sem kjósa flokkinn strika yfir nafn þeirra, auk þess sem fylgi flokksins hrapar um meira en 40%.  Fylgið er meira segja tæpum 30% minna en í kosningunum 2002, en þá þótti flokkurinn hafa fengið afburða lélega kosningu!

Það er nokkuð öruggt að stæðsti hluti þeirra sem ekki kusu flokkinn nú, hafi gert það vegna oddvita flokksins, auk þess sem tveir flokkaflakkarar voru í þriðja og fimmta sæti. Því gefa þær tölur að 21% yfrstrikana á oddvitann ekki rétta mynd. Hann er mun óvinsælli meðal hinna almennu kjósenda flokksins á Akranesi.

Skyldi þessi maður nú hætta í pólitík? Nei alls ekki, hann telur sig vera æðri öðrum, að hans mati er tap flokksins ekki honum að kenna, heldur heimsku kjósenda!  

Þessi maður er siðblindur og hagar sér samkvæmt því, hann hefur komið sínu fólki fyrir í lykilstöðum innan flokksins á Akranesi. Það þarf byltingu innan flokksins til að koma honum frá.

Við kjósendur annara flokka vonum þó að svo verði ekki, meðan þessi maður er í forustu fyrir flokkinn á Akranesi á sá flokkur ekki viðreysnar von. Það er gott fyrir okkur hina!

 


mbl.is Mest um yfirstrikanir hjá sjálfstæðismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband