"Sérfræðingarnir" eru fljótir til
30.5.2010 | 01:18
Það hefur borið mikið á þeirri fullyrðingu stjórnmálaskýrenda bæði fyrir og ekki síður nú eftir kosningar að verið sé að refsa gömlu flokkunum fyrir hrunið, reyndar rekur þá í rogastans yfir stóru tapi VG.
Fyrir það fyrsta er ákaflega varasamt að setja samasemmerki milli sveitastjórnar kosninga og fylgi flokka í landsmálapólitík. Hugsanlega er þetta hægt í Reykjavík en þó ekki nema að vissu marki. Í flestum sveitafélugum horfa kjósendur frekar á frambjóðendur en flokka þegar kemur að stjórnun sveitafélagsins. Sjálfur er ég eldheitur andstæðingur Samfylkingar, en ef sá flokkur kemur fram með fólk sem ég treysti í sveitastjórnarkosningu, hika ég ekki við að kjósa hann. Þetta viðhorf á örugglega við um marga, þó vissulega flokkar eigi sína eldheitu fylgismenn sem kjósa þá, hvernig sem allt snýst. Sá hópur er ekki stór þegar kemur að stjórnun sveitafélaganna. Þetta sýnir sig best þegar horft er á niðurstöður kosninganna vítt um landið.
Því væri nær fyrir þessa sérfræðinga að leita fleiri skýringa. Vissulega hafa fjórflokkarnir staðið sig illa, vissulega þarf að gefa þeim ráðningu, en ég held að sveitarstjórnarkosningar sé ekki rétti vettvangurinn til þess.
Snúum okkur að Reykjavík, þar varð einskonar múgsefjun fyrir þessar kosningar, ég hef talað við nokkra sem kusu Æ framboðið, þegar spurt um ástæðu var fyrst flissað og síðan átti það í mestu vandræðum með að rökstyðja hvers vegna.
Fylgistap VG gæti skýrst að því að sá flokkur hefur staðið sig illa í þann tíma sem þeir hafa verið í landsstjórninni og svikið öll sín loforð, en er ekki nærtækara að skella skuldinni á frambjóðanda flokksins, hún lét ýmis undarleg orð falla í kosningarbaráttunni, orð sem ekki beinlínis eru til þess fallinn að veita fólki traust á henni.
Hörmungarsaga Framsóknar í Reykjavík á síðasta kjörtímabili þekkja allir, þar að auki hefur sá flokkur orðið fyrir miklum árásum frá vinstri flokkunum, auk þess sem sá flokkur er í eðli sínu landsbyggðaflokkur.
Sjálfstæðisflokkur, sem fær mjög slæma útreið, var í algjöru rugli fyrri part kjörtímabilsins og er honum nú hengt fyrir það.
Samfylkingin tapar einnig nokkru, það er sama og stórtap. Sá flokkur hefur einfaldlega ekki traust annarra en hörðustu fylgismanna.
Það er því allt eins hægt að segja að kjósendur séu að refsa flokkum fyrir stjórn borgarinnar eins og að verið sé að refsa fyrir hrunið.
Ef verið er að gefa fjórflokkunum ráðningu hvers vegna fær þá Reykjavíkurflokkurinn ekki meira fylgi? Því segi ég að það var múgsefjun, það þótti fyndið að kjósa Jón Gnarr.
Það er kannski rétt að benda kjósendum á þá staðreynd að niðurstöður þessarar kosninga er til fjögurra ára. Ekki er hægt að kjósa til sveitastjórna fyrr en kjörtímabili er lokið, sama hvað gengur á eða hvort starfhæfur meirihluti fæst eða ekki.
Samfylkingin er tapari þessara kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.