Uppgjöf og aumingjaskapur

Vissulega væri þetta endalok fjórflokksins ef formenn þeirra tækju þessum úrslitum af jafn miklum aumingjaskap og Jóhanna.

Þessi úrslit má frekar túlka sem áfellisdóm yfir sveitastjórnarmönnum og störfum þeirra. Það er fyrst og fremst í Reykjavík og á Akureyri sem verulegar breytingar verða. Þær breytingar má að mestu leyti rekja til óstjórnar í þessum hreppum á síðasta kjörtímabili, auk mikillar múgsefjunar í fjölmiðlum.

Víða um land héldu meirihlutar, sumstaðar voru umskipti en ekki er hægt að sjá að verið sé að refsa fjórflokknum þar.

Ef þessi túlkun Jóhönnu er rétt, hvers vegna fær aðeins annað nýja framboðið í Reykjavík svona gott fylgi en hitt nánast ekkert? Hvers vegna tekst tveimur nýjum framboðum í Kópavogi ekki að ná nema einum fulltrúa hvort, af ellefu? 

Það er hinsvegar rétt að nú eru að verða kafflaskil í Íslenskum stjórnmálum, heiðarleiki og áræðni er það sem fók vill, eitthvað sem lítið var til af á hruntímanum og hvarf algjörlega með þeirri stjórn sem nú er við völd.

Fólk sættir sig ekki við stjórnmálamenn sem ljúga, fela og þora ekki.  Á þessu verður tekið í næstu kosningu til alþingis. Miðað við uppgjafartón og aumingjaskap núverandi forsætisráðherra verða þær væntanlega fyrr en seinna!

 


mbl.is „Endalok fjórflokkakerfisins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skríll Lýðsson

Þetta er ekkert flókið, þau vinnubrögð og sú pólitík sem hefur verið ástunduð hérna skulu út.

Skríll Lýðsson, 30.5.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband