Svandís Svavarsdóttir svikin

Svandís Svavarsdóttir telur að blekkingum hafi verið beitt við sölu HS Orku til Magma Enegy. Ástæðan er sú að Magma Energy, Canada hafi keypt HS Orku en ekki Magma Energy, Svíþjóð.

Í hvaða heimi lifir þessi manneskja eiginlega? Magma Energy, Svíþjóð er ekki til í raun og hefur aldrei verið. Þetta er skúffufyrirtæki sem stofnað var gagngert til að geta keypt hlut í HS Orku. Þetta var gert í fyrra með fullri vitneskju stjórnarinnar. Það var alla tíð vitað að Magma Energy, Canada var að kaupa hlut í HS Orku, það var einnig vitað að sama fyrirtæki var að kaupa núna. Að ætla sér að halda því fram að einhver svik séu í tafli er því út í hött. Stjórnin gerði ekkert til að koma í veg fyrir þetta í upphafi og er að súpa seiðið af því núna.

Það versta við þessi viðskipti er þó ekki salan á Íslensku orkufyrirtæki til Canada, þó það sé mjög slæmt. Það sem verra er að með samþykkt þessa gjörnings opnuðu stjórnvöld landið fyrir hverjum sem er til að kaupa hvað sem er. Kínverjar sem eru að kaupa fyrirtæki um allann heim þurfa ekki annað en að stofna eitt lítið skúffufyrtæki í Svíþjóð og þá eru þeim allir vegir færir að kaupa það sem þeim sýnist af okkur. Ætli þeim lítist ekki þokkalega á virkjanirnar í efri hluta Þjórsár?

Ef Svandís er loks núna að átta sig á því að Magma Energy, Canada hefur verið að kaupa hluti í HS Orku er henni varla viðbjargandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skrítilegt fólk sem aldrei veit neitt fyrr en eftir á og skammar allt og alla en fynnur aldrei sjálfan sig . það er mjög fyndið, en fyrir þjóðinna sorglegt.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2010 kl. 10:52

2 identicon

Er farinn ad vera hræddur vid svandìsi og hennar öfgapòlitìk er til eitthvad sem má ì þessu landi....

Jonni (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband