Málpípa Steingríms J
22.5.2010 | 21:32
Steingrímur J hefur nú virkjað málpípu sína aftur, eftir nokkurt hlé. Hann lætur hirðfífl sitt Björn Val segja vondu fréttirnar. Aukinn samdrátt og auknar skattheimtur.
Það liggur ljóst fyrir að draga þarf saman í ríkisrekstri. Þar er af mörgu að taka, til dæmis hefur utanríkisþjónustan vaxið sér yfir höfuð og hægt að ná fram miklum sparnaði þar. Þessi vöxtur hófst í tíð Halldórs Ásgrimsonar sem utanríkisráðherra, fór síðan algerlega úr böndum þegar Ingibjörg Sólrun tók við því embætti, en henni tókst meðal annars að búa til störf sendiherra án sendiráðs og setti vinkonur sínar í þau embætti. Nú undir stjórn Össurar Skarðhéðinssonar er ausið ómældum peningum í þetta ráðuneyti í nafni umsóknar um aðild að ESB, þó meir en 60% þjóðarinnar sé þeirri umsókn andvíg. Það er því ljóst að í þetta ráðuneyti er nokkuð að sækja.
Þess í stað er ætlun stjórnarinnar að sækja fé til þeirra sem minnst mega sín, aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Þetta er kostuleg forgangsröðun. Þegar svo er komið að stjórnvöld landsins sjá ekki aðra leið til sparnaðar en sækjast í vasa þessa fólks, eiga þau að segja af sér. Þessir hópar hafa enga getu til að krefjast réttlætis, þeirra eina vopn er að mótmæla munnlega. Munnleg mótmæli duga ekki á þessa stjórn. Hún hlustar ekki.
Það heyrist einnig úr málpípunni að auka eigi skattheimtu. Hann segir þó að ekki eigi að leggja á nýja skatta, heldur útfæra þær breytingar sem gerðar voru í fyrra og ná þannig auknum sköttum.
Hvort skattaálögur eru lagðar á með nýjum sköttum eða breyttum reikniaðferðum skiptir ekki máli, það eru alltaf auknir skatta og þeir koma úr vösum þeirra sem þegar eru svo skattpíndir að varla verður lengra gengið.
Það væri kanski rétt fyrir ríkisstjórnina að hlusta einu sinni á þá hagfræðinga sem þessi mál þekkja. Þeim ber öllum saman um það að of háir skattar skila sér ekki. Þetta getur stjórnin einnig séð í eigin skattheimtu, sú tekjuaukning sem auknar skattálögur síðasta árs áttu að skila komu ekki nema að hluta.
Nú á þeim tíma sem stjórnvöld ættu að vera að stuðla að aukinni atvinnu, er undarlegt að ætla að hækka skatta á fyrirtækin. Það er forsemda fyrir skatt tekjum fyrir ríkið, að þeir sem skattana eiga að borga hafi vinnu og tekjur til að geta borgað skatta.
Það er til önnur leið til að komast yfir þennan hjalla. Það er að fá IMT til að slaka á kröfunni um tímaramma efnahagsaðgerðana. Með því að lengja þann tíma sem ætlaður er til að ná ríkissjóði á rétt ról er hægt að minnka þær kröfur sem okkur er gert að fara eftir. Markmiðum yrði þó náð, bara á lengri tíma. Við höfum ekkert gagn af því að ná markmiðunum á stuttum tíma ef enginn er eftir til að njóta þess. Þar að auki eru of ströng markmið líklegri til að falla en ef skynsamlega er að verki staðið.
Málpípa Steingríms segir að erfiðara verði að skera niður nú en fyrir ári, hann er skarpur hann Björn Valur!
Athugasemdir
Nei, hann lætur sko ekki að sér hæða þessi "mannvitsbrekka", sem hann hefur sýnt sig vera. Ég bloggaði dálítið um þetta SJÁ HÉR held að þú sért nokkuð sammála þar. Þetta er mjög góð grein hjá þér og vona ég að sem flestir lesi hana því þarna eru margir athyglisverðir punktar, sem margir virðast ekki hafa spáð í.
Jóhann Elíasson, 22.5.2010 kl. 21:54
Gott kvöld
Þessu er ég sammála og setti smá innlegg hjá Árna Þór á Visir.is að flokkurinn þyrfti að þagga niður í þingmanninum en verra væri að yfirkeyrsla Fjármálaráðuneytisins umfram fjárlög á hans 18 mánaða vakt er sú sama og forvera hans dýralækninum sem hafði enga stjórn á ráðuneytinu og það er eins og það keyri á sjálfsstýringu
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 21:59
Þakka þér Gunnar, mjög gott, en um greindina hjá fjármálaslátraranum og hans hirðflónum þarf eingin að efast.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2010 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.